Af hverju ekki hjólað í skólann vikan

hjolatoffariEkki vera leigubíll - leyfðu barninu að hjóla í skólann
Hjólandi börn eru sjálfstæð, full af sjálfstrausti og hraust. Aðeins 15 mínútur af hjólreiðum í skólann og heim myndi breyta miklu í heilsu barnsins þíns, venja barnið á heilsusamlegan lífsstíl sem gæti enst því ævina.


Eitt af hverjum þrem börnum langar að hjóla í skólann
Eitt af hverjum þrem börnum vill fá að hjóla í skólann.
Í Englandi 8.3 milljónir barna ferðast til skóla á hverjum degi. Rannsóknir hafa sýnt að aðeins lítið brot skólabarna fara á hjóli til skóla (undir 2%), þrátt fyrir að eitt af hverjum þrem börnum langi til þess.Flest börn fá ekki næga hreyfingu
Sérfræðingar setja að til að halda sér í formi þurfi börn í það minnsta eina klukkustund af líkamlegri áreynslu á hverjum degi, s.s. að ganga rösklega eða hjóla. En aðeins sex af hverjum tíu drengjum og fjórar af hverjum tíu stúlkum ná að uppfylla þessa hreyfiþörf.

Sjónvarp og tölvuleikir geta verið hluti af vandanum. Einnig er það að við erum búin að venja börnin okkar á að vera keyrð í skólann og á aðra staði sem eru vel innan þeirrar vegalengdar sem börnin gætu hjólað eða gengið á. Hjólreiðar eru ein besta hreyfing sem þú getur fengið. Læknar segja að fullorðnir sem hjóla reglulega hafi að jafnaði úthald á við fólk sér tíu árum yngra.

Hjólreiðar gera þig hraustari, auka athyglisgáfu og klárari
Heilsusamlegri lífstíll sem er haldið áfram inní unglingsárin myndi auka líkur þess að barnið muni lifa löngu og heilsusamlegu lífi. Kyrrseta og hreyfingarleysi er mun algengari ástæða hjartasjúkdóma en reykingar. Samt þætti okkur mun skelfilegra að sjá barn reykja.

Dagleg hreyfing hefur marga kosti sem koma strax í ljós. Hreyfingar styrkir beinabyggingu, vöðvastyrk, liðamót, bætir athyglisgáfu gegn hættum og eykur námsfærni.

Kennarar segja að börn sem gangi eða hjóli til skóla komi hressari og andlegar tilbúnari fyrir daginn en þau sem er keyrt til skóla, og nýleg bandarísk rannsókn sýnir jákvæða tengingu milli líkamlegrar áreynslu og árangurs í prófum.

2-boys

Hjólreiðar ala á sjálfstæði
Samkvæmt rannsókn sem gerð var að YouGov fyrir Cycling England, börn sem eru keyrð í skólann eyða að jafnaði 2 tímum og 35 mínútum á viku í bíl. Sem jafngildir um 8% af viðveru í skóla miðað við að börn sem ganga eða hjóla til skóla eyða einunigis 5% í bíl á viku.

Með því að leyfa barninu að koma sér sjálft til skóla ert þú að hjálpa þeim að verða sjálfstæðari og gefa því meira sjálfstraust, sem er mjög mikilvægt þegar barnið er að þroskast. Ferðin til skóla er fullkomið tækifæri fyrir barnið að læra að passa sig í umferðinni og aðra lífsleikni.

Fyrir mörg börn eru hjólreiðar einfaldlega skemmtilegri og félagslegri ferðamáti til skóla en með bíl og þau njóta til fullnustu þess frelsis sem það veitir þeim.

Hjólreiðar eru góðar fyrir umhverfið
Ef fleiri börn myndu hjóla til skóla væri það einnig gott fyrir umhverfið, bæði á fyrir umhverfi barnsins og allann heiminn.

Þér finnst kannski að einum færri bíl á morgnana muni ekki breyta öllu. En því fleira fólk sem ákveður að keyra ekki börnin þeim mun öruggari mun umhverfi skólans verða. Og auðverldara verður að hvetja aðra til að gera það sama.

Að auka öryggi barnsins í umferðinni
Við þekkjum kostina, hvað er þá að stoppa okkur í að leyfa börnunum okkar að hjóla ?. Öryggi er yfirleitt aðalástæða margra foreldra.

Sem betur fer þá eru alvarleg slys barna á reiðhjólum fátíð og nánast óþekkt – mun færri en slys gangandi barna og farþega í bíl. Færri en 20% allra slysa á börnum í umferðinni eru börn á leið til skóla.

Áhættan af ferðinni til og frá skóla er ekki réttlætanleg ástæða fyrir því að börnin fái ekki næga hreyfingu. Árið 2000 á Englandi létust 125 hjólreiðamenn í umferðinni og þar af voru færri en 20 af þeim börn. Á Sama ári létust 125.000 manns af kransæða og hjartasjúkdómum og þar var talið að 45.000 af þeim hefðu orsakast af hreyfingarleysi og kyrrsetu.

Farðu með barninu þínu yfir leiðina í skólann og bentu á leiðir og hættur og hvernig best er að breðast við aðstæðum sem geta komið upp og það mun koma þér á óvart hversu auðvelt það er að kenna barninu að vera í umferðinni.

Ótrúlegir fjármunir sem fara í að keyra börn í skóla
Samkvæmt rannsókn gerð af YouGov fyrir Cycling England, foreldrar 11-18 ára hefðu getað sparað 520 milljónir punda á ári ef barnið þeirra hefði hjólað til skóla í stað þess að vera keyrt.

Hvar geta börn nýtt hjólin sín.
Börn geta hjólað til skóla, vina, á íþróttaæfingar, til tónlistarkennara, í sund, til vina og svo sér til ánægju. Ekki taka það frá börnum að nota hjólin sín því ef barnið er með lás á hjólinu sínu þá er hjólið tryggt og þú færð það alltaf bætt ef því verður stolið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SAMMÁLA, SAMMÁLA, SAMMÁLA!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband