Stuðlum að betri miðborg með hjólreiðum og strætó.

Hérna eru nokkrar hugmyndir sem hægt væri að framkvæma í miðborg reykjavíkur til þess að auka hag almenningssamgangna, hjólreiða og fá fólk til að ganga meira.

Allar eiga þessar hugmyndir það sameiginlegt að draga úr mengun, einfalda gatnakerfið,draga úr bílastæðaþörf og svo yrði náttúrulega hljóðlátt og yndislegt að vera í miðborginni.

.

bushjol

 Takmarka akstur stærri bíla inní miðborgina eins og stórra jeppa.

Setja tollhlið inní miðborgarsvæðið líkt og gert hefur verið í london

Bjóða uppá betri aðstæður fyrir reiðhjól í strætó eins og hjólagrind framan á vagninn líkt og gert er sumsstaðar í USA.

Gera almennilega aðstöðu fyrir reiðhjól í miðbænum þar sem fólk getur geymt hjólin sín í skjóli og jafnvel læst inni. Hægt væri að geyma allnokkur reiðhjól í hverju bílastæði.

hollandhjolaskyliHafa hjólaleigu eða ókeypis hjól við strætisvagnastöðvar í miðborginni þar sem fólk getur tekið hjól á einni stöð og skilað á næstu.

Merkja gatnakerfið í miðborginni þannig að bílar og reiðhjól samnýti það og setja 15 - 30 km hámarkshraða á þeim götum sem við á.

hjólaskýliTakmarka stöðumæla þannig að einungis sé hægt að kaupa 1 klst í stöðumæli í einu.

Það þarf náttúrulega ekki að framkvæma þetta allt saman eða allt í einu. Aðaltilgangurinn er að stuðla að hreinna lofti, heilsusamlegri samgöngum og að öryggi annarra en bíla í umferðinni.

Vandamálið í Reykjavík og á Íslandi er að öryggi ökumanna eru alltaf í fyrirrúmi. Fyrst er teiknað hvar bíllinn á að komast, svo er gert ráð fyrir gangandi vegfarendum og svo að lokum er ekkert hugsað um hjólreiðamanninn.

Vandamálið er að hjólreiðafólk notast ekki við hjól bara sér til heilsusamlegrar hreyfingar heldur til samgangna og á meðan það er ekki pláss fyrir okkur á götunum þurfum við að notast við gangstéttar. Að hjóla á gangstétt er tímafrekt vegna allra gatnamóta sem fara þarf yfir og tímafrekt því ekki má stefna öryggi gangandi vegfarenda í hættu með hraða á göngustígum.

Núna er kominn tími til að hjólið fái sinn séss í umferðinni og það er enginn betri staður til að byrja á heldur en að fegra og hreinsa miðborgina með bættum hjólreiðasamgöngum.

Og ég er nokkuð viss um að með góðri aðstöðu fyrir hjólreiðafólk í miðbænum myndi fjölga á kaffihúsum og betri stemming skapast í miðborginni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband