Reiðhjól framtíðarinnar - hugmyndir

Framtíðin í reiðhjólum ?
Það eru nokkrar skemmtilegar myndir til af hugmyndahjólum framtíðarinnar á netinu og ég tók nokkrar og setti smá skýringartexta við þær. Þetta eru misskemmtilegar hugmyndir en vissulega myndu svona hjól vekja athygli útá götu. Þessar hugmyndir eru frá hönnunardeild BMW og Specialized.

southparkbike
Skemmtilega útfært hjól framtíðarinnar. Engin nöf á afturdekkinu og engin keðja. Framdekkið er einnig með nýrri útfærslu þar sem stórt op er í miðjunni á því og útjaðrar gatsins tengjast stellinu. Svo er bara spurning hvernig svona hjóli er stýrt en vissulega skemmtileg hönnun.

Venom1
Frekar hefðbundið hjól á allan hátt. Gaffall og stýri tengjast og ekki ólíklegt að það sé keðja í þessu plastboxi.  Einnig hefðbundnar. Í raun ekkert framtíðarlegt við þetta

futurebike
Þetta hjól eins og það á undan hefur ekki margt framtíðarlegt við sig. Sýnileg keðja og hefðbundinn gaffall og stýri sem tengist gafflinum. En samt er útfærslan á tengingu afturhjólsins við stellið athyglisverð og spurning hvort það sé eitthvað hinu megin á afturdekkinu sem við sjáum ekki. Útfærslan á sætinu er samt mjög spés og örugglega ekki mjög þægileg.

Venom2
Þarna erum við svo með skemmtilega útfærslu af stelli. Eins óhefðbundin og hún getur verið. Engin tengsl milli stýris og framdekks og gaman að vita hvernig svona hjóli sé beygt til hægri eða vinstri.  Það virðist ekki vera keðja og á sama hátt og á hjóli hér að ofan er framfelgan fest á óhefðbundinn hátt.

Venom3
Þarna erum við með sniðugt hjól. Svo virðist sem engin keðja sé og sætið og stýrið er frekar framúrstefnulega sett upp. En dekkin eru með hefðbundnum nöfum og diskabremsum. Einnig er notast við hefðbundinn þríhyrning á rammann til að festa afturdekkið. En flestir rammar eru með svokallaðri Diamond uppsetningu í dag þar sem 2 þríhyrningar eru festir saman og svo skellt gaffli framan á. s.s. hefðbundinn aftari helmingur.

Venom5
Þetta hjól er næstum alveg eins og hjólið hér að ofan nema að allt bendir til þess að það sé keðja á því sem er mikill mínus. Það virðist líka ótrúlega stutt á milli sætis og stýris þannig að þetta yrði seint þægilegt hjól til lengri hjólatúra. Svo sé ég ekki tilganginn með þessum "bensíntank" þarna ofan á hjólinu þar sem öll stefna í hjólum nútildags er að hafa þau sem efnisminnst og með sem minnsta vindmótstöðu.

Venom7
Þetta hjól lítur út eins og gamalt mótorhjól og í raun ekkert framúrstefnulegt við það. Allavega ekki reiðhjólalega séð. Það eina sem er ekki hefðbundið við það er að það er búið að troða fullt af plasti á það og svo er ekkert naf á framhjólinu og gaffallinn einungis festur öðru megin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband