Nú er komið á markað minnsta og léttasta samanbrjótanlega hjól sem völ er á. Það er svo lítið að hægt er að taka það með sér í strætó og hafa það við fætur sér, taka það með í leigubíl eða hreinlega að rölta með það í bakpoka þegar maður fer inní búðir. Þetta hjól kallast a-bike. Þetta er algjör snilld og alls ekki svo vitlaust að eiga eitt svona. Hámarkshraði er gefinn upp 24 km hraði og það er einungis 5,5 kíló. Það er hægt að brjóta það saman og taka sundur á innan við 10 sekúndum. Svona hjól kostar 300 dollara í bandaríkjunum og með öllu ætti að vera hægt að flytja það inn fyrir minna en 40.000 kr.
Svo er smá vídeo af einhverjum að brjóta það saman
Athugasemdir
En svo gætu þessi hjól verið ekki siðri valkostur :
http://hemmiogvaldi.wordpress.com/2008/05/21/city-surfer-hjolin/
Morten Lange, 14.6.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.