Núna hafa krakkarnir og náttúrulega fullorðnir leikjafíklar enga afsökun fyrir því að hreyfa sig ekki.
Það er kominn stýripinni sem hentar vel í öllum bíla og hjólaleikjum. Cateye hjólið er í raun stýripinni þar sem petalarnir stjórna hraðanum og stýrið beygjunum. Svo eru náttúrulega fleiri takkar á stýrinu fyrir öll aukaatriðin. Þessi stýripinni/þrekhjól passar við Playstation 2 og 3, Xbox, GameCube og allar PC tölvur. Hjólið var hannað af tveim læknum sem höfðu áhyggjur af ofþyngd og hreyfingarleysi barna.
hægt er að kaupa hjólið í Bandaríkjunum á um 350$ og það er hægt að fá það í 2 stærðum.
Er þetta ekki málið í vetur til að blanda saman tölvuleikjum og hreyfingu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.