Bannað að grýta hjólreiðamenn

Í suður karólínu í í bandaríkjunum var verið að setja lög sem eiga að auka öryggi hjólreiðamanna.

Eftir nokkur slys þar sem hjólreiðamenn hafa dottið eftir að hlutum hefur verið hent í þá úr bílum og þeir jafnvel skotnir með loftbyssum þá voru sett lög þar sem ósæmileg hegðun gagnvart hjólreiðamönnum flokkast undir glæp. Sekt við brotum á nýju lögunum er 250$.

Það eru nokkrir hlutir sem mér finnst náttúrulega svo fáránlegt að þurfi að setja í lög eins og að það sé bannað að skjóta hjólreiðamenn með loftbyssu eða henda í þá rusli. Og svo eru gagnlegir hlutir eins og að hægt er að sekta ökumenn fyrir að aka of nálægt hjólreiðamanninum.

Að aka of nálægt hjólreiðamönnum refsingin er eitthvað sem myndi nýtast hjólreiðamönnum á Íslandi. Við sem hjólum í umferðinni verðum stundum fyrir því að ökumenn bifreiða ætla að kenna okkur smá lexíu af því að þeim finnst við vera fyrir þeim. Ein algengasta leiðin sem notuð er, er að keyra frammúr með því að láta bílinn nánast sleikja hjólið hjá manni. Þetta getur valdið óþægindum og auðvitað má fátt fara úrskeiðis þegar maður er aðþrengdur að bíl.

Ég vil bara minna ökumenn á að hjólreiðamenn eiga sama rétt og bílar á götunum og til þeirra sem flauta og benda á gangstéttirnar þá eru þær hugsaðar fyrir gangandi vegfarendur ekki hjólreiðamenn. Í Englandi er t.d. bannað að hjóla á gangstéttum og það eru bara örfáir áratugir síðan hjól voru leyfð á gangstéttum Íslands og þar erum við einungis gestir því gangandi umferð hefur forgang.

Á meðan aðstæður fyrir hjólreiðamenn eru ekki betri hérna á fróni og við eigum ekki okkar akreinar á götunum þá verðum við að sjálfsögðu að nota það sem er fyrir hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband