Meira en hálf milljón ferða er farin á reiðhjólum eftir aðalgötum Lundúna á hverjum degi samkvæmt Transport for London (TfL)
Þessi tölfræði sýnir að það hefur orðið 91% aukning af ferðum förnum á reiðhjólum síðan mælingar hófust árið 2000
Frá mars 2007 til mars 2008 jukust hjólreiðar á aðalgötum um 4,5% sem er um 20.500 fleiri ferðir á hverjum degi.
Á þessu ári verður rúmlega 8 milljörðum íslenskra króna eytt í að bæta aðstæður fyrir hjólreiðar í London sem er 1000% aukning á fjárútlátum til þessa málaflokks frá árinu 2000.
Borgarstjóri London, Boris Johnson sagði: "Ég er hæstánægður með aukninguna af fólki, þar með töldum sjálfum mér, sem veljum að hjóla í London. Þetta er stórt skref í samgöngumálum sem er frábært." "Samt er tala reiðhjólaferða of lág ennþá, sem bendir til þess að margir Lundúnabúa þurfi frekari hvatningu tl að taka upp hjólreiðar sem samgöngukost"
TfL vill auka fjölda ferða sem farnar eru á reiðhjólum um 400% fyrir árið 2025 sem jafngildir því að 5% allra ferða sem farnar eru í borginni séu farnar á reiðhjóli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.