Tour de France 2008 - upphitun #1

Tour de France 2008 - upphitun #1

korttourdefrance2008Tour de France eða Frakklandshjólreiðarnar byrja 5. júlí næstkomandi og standa til 27. júlí.
Því miður ætlar engin íslensk sjónvarpsstöð að sýna frá þessu svo ég viti en Eurosport hefur alltaf staðið sig og hægt verður að horfa á allar dagleiðirnar á þeirri fínu stöð sem hægt er að fá í sportpakka Stöðvar2 og hjá Símanum.

Frakklandshjólreiðarnar eru haldnar í nítugasta og fimmta skipti í ár og á 21 dagleið verða hjólaðir samtals 3.500 kílómetrar. 10 dagleiðir eru hjólaðar á jafnsléttu, 5 dagleiðir í erfiðu fjalllendi, 4 dagleiðir í meðalerfiðu fjalllendi og svo fara 2 dagar í tímatökur þar sem keppendur keppa sem einstaklingar ekki sem lið.

 21 lið taka þátt og í þeim eru samtals 189 keppendur.

Í fyrra var sigurvegari keppninnar Contador frá Spáni en hann er sá sami og vann Ítalíuhjólreiðarnar fyrir um mánuði síðan. Hann og lið hans Astana taka því miður ekki þátt í ár og fær hann því ekki tækifæri til að verja titilinn.

Smá tölfræði um sjónvarpsáhorf og fl.

  • 4 milljónir manna horfa að jafnaði á keppnina í sjónvarpi og 5.3 milljónir á lokadag keppninnar.
  • Tour de France er 129 klukkustundir af sjónvarpsefni og horfði hver frakki að meðaltali á 5.5 klukkustundir af keppninni árið 2004.
  • 91 útvarpsstöð útvarpa frá keppninni
  • 92 sjónvarpsstöðvar sýna frá henni og þar af 51 beint.
  • 180 lönd sýna frá keppninni
  • 15 milljónir áhorfenda koma til að horfa á keppnina, þar af 66% karlmenn og 34% konur.
  • Heimasíðan www.letour.fr fær 67,5 milljón heimsóknir.

Treyjurnar í keppninni

tourgula

Gulu treyjuna klæðist sá sem er fyrstur í mótinu og er á bestum samanlögðum tíma eftir allar dagleiðirnar. Svo klæðist sigurvegari keppninnar hennar í lokin.

Þessi treyja er kölluð Maillot Jaune

 

 

 

tourpolka

 Polka Dot treyjuna fær sá sem hefur yfirburði í klifri (að hjóla upp brekku) á meðan á fjalladagleiðunum stendur og er henni svo úthlutað til þess sem best stóð sig í brekkunum í lok keppninnar

Þessi treyja er kölluð Maillot a pois rouges

 

 

tourgraen

Græna treyjan er svokölluð Sprint treyja sem er hugsuð fyrir þá sem standa sig best á sléttlendi og eru efstir af samanlögðum sprint (sprett) stigum. Veitt eru stig fyrir sætin sem keppendur koma inní og eru flest sæti veitt fyrir fyrsta sætið og svo framvegis. Færri Sprint stig eru veitt fyrir fjallaleiðirnar en leiðirnar á sléttlendi. Þessi treyja er kölluð Maillot Vert

 

 tourhvita

 Hvíta treyjan er hugsuð fyrir þann sem er fremstur í keppninni og er yngri en 25 ára og yngri. Þessi treyja er kölluð Maillot Blanc

 

 

 

Hverjir þekkja Tour de France

Samkvæmt könnun sem gerð var í 7 löndum árið 2001 um hvort fólk þekkti til Tour de France sást að keppnin er mjög þekkt en hlutfall þeirra sem þekktu til hennar eftir löndum var svona:

  • Þýskaland 96%
  • Belgía 96%
  • Frakkland 96%
  • Spánn 96%
  • Bretland 95%
  • Ítalía 94%
  • USA 56%

Svo að lokum flott video sem sýnir úr lofti leiðirnar sem hjólaðar verða í ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband