Samkvæmt úttekt á 500 manns, eldri en 15 ára sem höfðu orðið fyrir höfuðmeiðslum við hjólreiðar og komið til aðhlynningar á slysadeild Umeå hospital A&E í Gautaborg kom í ljós að þriðja hver kona og annar hver maður hafði verið undir áhrifum áfengis á reiðhjólinu.
"Þrátt fyrir að hafa unnið á A&E og hafa séð fjöldann allan af sjúklingum með höfuðmeiðsl þá kom mér á óvart hvað margir þeirra meiddu voru undir áhrifum áfengis þegar þeir urðu fyrir slysi" sagði Per-Olof Bylund, sem vinnur við rannsóknir á slysum í læknaskólanum við Umeå
Það væri nú gaman að vita hversu margir hjóla fullir hérna á Íslandi. Ég held reyndar að það sé ekki mjög stórt vandamál því fólk er ekki búið að tileinka sér hjólreiðar sem samgöngumáta hérna ennþá og varla fær maður sér einn gráan áður en maður fer út með krakkana að hjóla eða stundar þetta sem íþrótt.
Reyndar veit ég að þeir sem teknir eru við að hjóla undir áhrifum í Svíþjóð fá punkt í ökuskírteinið en Svíar eru með svipað punktakerfi og við Íslendingar. Spurning hvort það ætti ekki að hefjast handa við gerð umferðarlaga fyrir reiðhjólaumferð og skella punktinum í ökuskírteinið með hérna líka.
Flokkur: Íþróttir | 20.6.2008 | 20:12 (breytt kl. 20:18) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.