Tour de France - Sagan - Upphitun #2

Mánuður hjólreiðaáhugamannsins
Júlí er mánuður hjólreiða í heiminum en þá fer fram hin árlega og langþekktasta hjólreiðakeppi sögunnar Tour de France eða Frakklandshjólreiðarnar.

Upphafið af Tour de France
1903Saga Tour de France nær alveg aftur til 1903, þegar 2 frönsk íþróttablöð kölluð „Le Velo“ og L Auto“ voru í baráttu um lesendur. Henri Desgrange var ritstjóri „L Auto“ og fyrrverandi hjólreiðameistari. „Le Velo“ hafði áður skipulagt 650 km.  hjólreiðakeppni sem kallaðist Bordeaux-to-Paris og hina 1100 km. löngu Paris-Brest-Paris. Þannig að Henri ákvað að gera jafnvel enn erfiðari og flottari keppni sem myndi endast í heilan mánuð og keppendurnir þyrftu að hjóla 2400 km. eftir vegum Frakklands en keppnin átti að byrja í París og enda í París. Upphaflega hét keppnin „Le Tour de France Cycliste“ og hún sló strax í gegn, dró að sér mikinn áhorfendafjölda og gerði það sem Henri ætlaði sér, keppnin tvöfaldaði lesendahóp blaðsins hans „L Auto“

Hinir upprunalegu 2400 km. eru nú orðnir 3500 og innihalda margar erfiðar dagleiðir m.a. í Ölpunum og Pýrenafjöllum og svo endar hún við Sigurbogann í París.

Umgjörðin
boratÞað sem skilur Tour de France frá öðrum hjólreiðakeppnum er gífurlegt líkamlegt álag á keppendum og uppsetning keppninnar. Keppninni er skipt upp í 21 dagleið sem standa í yfir 3 vikur með aðeins 2 dagar í  hvíld allan tímann. Í ár eru það eru 21 lið með 9 keppendum í hverju liði  sem gerir 189 þátttakendur. Sumir liðsmenn liðanna eru svokallaðir aðstoðarmenn fyrir bestu keppendurna. Bestu liðin eru með keppendur sem eru sérhæfðir í ákveðnum hlutum keppninnar eins og sprettum, klifri og halda hraða. Síðan eru sumir sem eru aðstoðarmenn og sjá um að kljúfa vindinn fyrir þá betri svo þeir hvílist og jafnvel að láta þá fá hjólin sín eða dekk ef eitthvað kemur uppá.

Það kann að virðast skrýtið en þó að einhver keppandi vinni 4 – 5 dagleiðir þá dugar það ekki endilega til að vinna keppnina þar sem sigurvegarinn er sá með besta samanlagða tímann úr öllum dagleiðunum. Maður sem væri í öðru sæti á öllum dagleiðum gæti þessvegna unnið keppnina með því að halda góðum tíma á öllum dagleiðum hvort sem er á sléttlendi eða í fjöllum. Keppnin skiptist uppí dagleiðir sem geta verið daglangar. Sumar dagleiðir hafa tekið meira en dag. Sigurvegarinn er sá sem er með besta samanlagðan tíma úr dagleiðunum en dagleiðirnar hafa breyst og þróast í gegnum árin og í dag eru dagleiðirnar yfirleitt um 20 á hverju móti þar sem dagleiðirnar eru frá 80 til 350 km. Heildarlengd keppninnar er yfirleitt um 3500 km. og þó keppnin sé kölluð Tour de France þá hafa verið dagleiðir í Ítalíu, Spáni, Sviss, Belgíu, Þýskalandi, Luxemburg og Englandi en keppnin fer samt öll fram í Frakkland í ár. Fyrsta dagleið keppninnar er kölluð Prolouge og var í London í fyrra en hefst í Brest í ár og endadagleiðin er kölluð Champs-Élysées og endar í París

kort

Í stuttu máli er lykillinn að sigri í Tour de France stöðugleiki. Sigurvegarar verða frægir og ríkir. Sumir meira en aðrir þó.

Sigurvegararnir - Þeir frægustu
Þekktustu sigurvegarar Tour de France í gegnum árin eru.

Jacques Anquetil
Jacques Anquetil
(1957, 1961, 1962, 1963, 1964)

eddie mercks 

Eddie Mercks (frá Belgíu og af mörgum álitinn besti hjólreiðamaður allra tíma)
(1969, 1970, 1971, 1972, 1974)

Hinault_Bernard
Bernard Hinault
 (1978, 1979, 1981, 1982, 1985)

indurain
Miguel Indurain
(1991, 1992, 1993, 1994, 1995)

   GregLeMond2

Greg LeMond (Fyrsti Bandaríski sigurvegarinn í Tour de France)
(1986, 1989, 1990)

lancearmstrong
Lance Armstrong.
(1999, 2000, 2001, 2002, 2003, 2004, 2005)

Margir vita að hann vann fyrst 1999 en það var aðeins 3 árum eftir að hann greindist með krabbamein og var hugað helmingslíkum á áframhaldandi lífi. Hann hélt áfram eftir fyrsta sigur sinn og vann keppnina 7 sinnum í röð. Því er haldið fram að veikindin hans (krabbamein í eista, lungum og heila) hafi hækkað sársaukaþröskuld hans það mikið að hann gat haldið áfram endalaust.

Hægt er að sjá færslu mína Tour de France Upphitun #1 hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Þór Hreggviðsson

Endilega blogga meira um túrinn!

Sigurgeir Þór Hreggviðsson, 21.6.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband