Hin árlega Heiðmerkuráskorun verður haldin Fimmtudaginn 26. júní. Í ár verður keppnin með svipuðu sniði og síðasta keppni . Engum hindrunum eða torfærum verður bætt við heldur verður náttúrulegum hindrun eins og þvottabretti, holur og mjög þurr jarðvegur látið nægja.
Boðið verður upp á 3.vegalengdir. 3.6 km fyrir 16 ára og yngri.
Sér hringur fyrir þennan aldurshóp.
Keppt verður bæði í stelpu og stráka flokki 11-12, 13-14 og 15-16ára
12 km. fyrir opin flokk kvenna og B-flokk karla
24 km. fyrir opin flokk karla 17 ára og eldri. Hver hringur er ca. 12 km.
Rásmark er við Elliðavatnsbæinn, og hefst keppnin klukkan 20:00, skráningu keppenda og skoðun öryggisbúnaðar hjólsins lýkur 19:30.
B - FLOKKUR KARLA eru þeir sem hafa gaman af að hjóla en hafa ekki verið að keppa á bikarmótum og stærri keppnum innan ÍSÍ.
Sigurvegarar í B-flokki færast upp í opin flokk að ári.
Sjá kort af leiðinni.
Sjá leið yngri en 16 ára
Hvernig komumst við akandi að rásmarki skoða kort.
Keppnisgjald er 1.500 kr. ef keppandi skráir sig og borgar fyrir kl.18. á þriðjudaginn 23. Júní, ATH( ekki er nóg að skrá sig það þarf líka að borga keppnisgjaldið.)
Sendið kvittun á hfr@vortex.is þar sem fram kemur nafn og kennitala og greiðslukvittun keppnisgjalds (í heimabanka).
Kennitala Hjólreiðafélags Reykjavíkur: 430194-2089
Reikningsnúmer: 132-26-2089 (Landsbankinn í Smáralind)
ATH:Keppnisgjald er 2.500 kr ef keppandi skráir sig eftir kl.18. þriðjudaginn 23.júní.
Það léttir mótshöldurum störfin ef keppendur skrá sig tímanlega.
Keppnisstjóri, Þorsteinn s:869 2445 nánari upplýsingar veitir Helga María s:848 7552
Heiðmerkuráskorunin er kjörin keppni fyrir þá sem tóku þátt í Bláalónsþrautinni og ,,vilja meira.
Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Reykjavíkur
Kort af Heiðmörk og upplýsingar um Skógræktarfélag Reykjavíkur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.