Fjölskyldusportbíllinn - Allir geta hjólað saman

P1019133

Þú hefur eflaust séð eða heyrt um reiðhjól byggt fyrir tvær manneskjur. En það er hægt að fá fjölskyldureiðhjólið núna og það tekur heila fjóra í sæti og allir vinna saman sem einn að h jóla. 

Biðtíminn er reyndar 4-6 vikur frá því að þú greiðir staðfestingargjald.

Að geta farið með alla fjölskylduna út að hjóla á einu hjóli er snilld. Hjólið er gert úr stálgrind og er með öllu sem gott hjól þarf að hjóla, vökvabremsum, álfelgum, bólstruðum sætum, glasahöldurum og meira að segja framljósum.

MLA1019133

Hjólið kemur að mestu samansett en líklega þarf að sjá um þriðjung vinnunnar sjálfur þegar þú færð það í hendur. Það ætti ekki að vera vandamál því það kemur með DVD kennsludisk um samsetningu og notkun.. Og þegar það er komið saman getur það borið allt að hálfu tonni og eins og áður kom fram geta allir tekið þátt í að knýja það áfram. Semsé sér petalasett fyrir hvern farþega. Það er sem betur fer samt bara einn sem stýrir.

MLB1019133

Svona hjól kostar þó bara 1600 dollara í henni Ameríku sem er eins og verð á vönduðu fjallahjóli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta alveg frábært. Hvar er hægt að lesa meira um þennan grip?

Magnús (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband