Fyrir um ári síðan hóf Trek framleiðslu á nýju hjóli - Trek Lime
Og þetta hjól hefur heldur betur slegið í gegn hjá fræga fólkinu þarna úti. Það er samt ekki dýrt, það er ekki með fullt af gírum ekki með dempurum og það er ekki með neinu aukadóti á. Það eru ekki einu sinni handbremsur á því. Það eina sem það hefur er að það er hægt að velja um liti á því, svona Ipod liti og það er með gamaldags fótbremsu en það er að vísu með 3ja gíra rafdrifinni sjálfskiptingu. Já það er með þriggja gíra sjálfskiptingu og svo er hægt að lyfta upp hnakknum og þá er lítið hólf undir honum fyrir smáhluti.
Trek Lime og litirnir sem hægt er að fá á því
En að mörgu leiti má segja að þetta sé það sem koma skal því einfaldleikinn er að ryðja sér til rúms aftur í hjólreiðum og margir eru farnir að kaupa sér aftur eins gíra hjól og sem dæmi þá þykir mjög fínt á Íslandi að eiga Kristjaníu hjól sem eru yfirleitt gíralaus og svo fara svona hjól betur við jakkafötin og dragtirnar en fjalla eða götuhjól. En aðalkosturinn er að það þarf bara að setjast á það og hjóla.
Trek Lime er orðið svo vinsælt úti að fræga fólkið talar um hjólin sín í viðtölum og Tom Hanks kallar þetta hjól framtíðarinnar, Cameron Diaz sést iðulega á Lime hjólinu sínu og Ellen Degeneres eða Ellen eins og við þekkjum hana gaf öllum gestunum í sjónvarpssal hjá sér svona hjól.
En þetta er samt ekki eina hjólið með sömu eiginleika því Giant Suade er að keppa á sama markaði og er samkvæmt mörgum áhugamönnum á netinu með skemmtilegra hjól enda búið öllum búnaði sem það hefur á myndinni hér að neðan eins og skermum og tösku en því vantar þennan Ipod fíling sem Trek Lime virðist hafa sem höfðar til fræga fólksins.
Giant Suade
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.