Gleymdist eitthvað ?

Já það gleymdist að gera ráð fyrir hjólreiðamönnum..

 

Það vill náttúrulega svo óheppilega til að íslendingar eru að draga úr akstri vegna hækkandi eldsneytisverðs. En samt kjörið að fjölga akreinum á Miklubrautinni.

En hvar eigum við reiðhjólamenn að vera? okkur er jú að fjölga... hmm, við megum nefnilega ekki hjóla á sérakreinum strætó. Sem þýðir að ef við ætlum að hjóla á götunni verðum við að vera á milli strætó og bílaumferðarinnar á miklubrautinni.. Strætó hægramegin við mig og almennilegur Byko trukkur hinu megin - frekar þægileg tilfinning það.

hjolaslys.jpgEn jú auðvitað er nóg pláss þarna við hliðina sérakreininni þar sem hægt er að aðskilja gangandi og hjólandi umferð. Við hjólreiðamenn erum jú bara gestir á gangstéttum og gangandi vegfarendur eru í fullum rétti og við eigum samkvæmt öllu eiginlega að vera á götunni. En sér hjólastígur aðskilin frá göngustíg væri fínn kostur þarna En nei... allt kom fyrir ekki því það er verið að moka þennan fína hljóðgarð yfir allt plássið þannig að ég enda dauður milli strætó og vörubíls einhverntímann á miklubrautinni. Og ef ég myndi sýna gangandi umferð  sömu tillitssemi og margir bílstjórar sýna mér þá ég strauja óvart einhvern saklausan gangandi vegfaranda því þá myndi ég ekki nenna að þvælast á 10km hraða á gangstíg á meðan ég get hjólað á 30+ leikandi. En þar sem ég er drengur góður og tek tillit til gangandi umferðar þá lengist ferðatíminn minn þónokkuð fyrir vikið en hefði ekki þurft að gera það væri sér hjólastígur meðfram götunni.

Svona er nú dæmið í sinni einföldustu mynd og því miður er þetta það sem okkur hjólreiðamönnum býðst í dag og þetta er auðvelt og ódýrt að leysa. Það þarf t.d. ekki 2ja metra jarðvegsskipti til að gera sér hjólastíg..... .

endilega sýnum samstöðu og gerum eitthvað til að ná eyrum Borgarstjórnarinnar


mbl.is Akrein lokað tímabundið á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Góð ábending.

Það er eina virið að leggja hjálastíga þegar verið er framkvæma svona á annað borð. Ég held að það sé skortur á góðum hjálastígum sem sandi í vegi fyrir auknum hjólreiðum núna á tímum hækkandi bensínverðs.

Auk þess hvað það myndi nú kosta miklu minna að leggja góða hjólastíga svo en byggja öll mislægu gatnamótin fyrir bílana.

Landfari, 26.6.2008 kl. 14:18

2 identicon

hjólaðu á gangstéttinni. Við erum ekki í DK.

Börnum á Íslandi er KENNT að hjóla á gangstéttinni, og það er fínt. Mér líður svakalega óþægilega þegar ég þarf að keyra við hliðina á hjólreiðamanni á götunni. Það er ekkert menningin hér á landi.

hugrún (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Nákvæmnlega það mætti fórna einum mislægum gatnamótum í Reykjavík fyrir einhvern helling af hjólastígum.

Ódýrast hlýtur að vera að gera hjólastíga meðfram götum eins og Miklubraut, Sæbraut, Reykjanesbraut og þessum stofngötum. En það þarf að gera þá áður en mislæg gatnamót eru gerð því þau flækja málið alltaf stórkostlega. Svo þegar þeir gera mislæg gatnamót þá er ekkert tillit tekið til hjólreiðamanna samanber enga útfærslu fyrir hjólreiðamenn á teikningum hugsanlegra gatnamóta Kringumýrarbrautar og Miklubrautar.

Vilberg Helgason, 26.6.2008 kl. 14:24

4 identicon

...að auki vil ég bæta því við að sjálf hjóla ég alltaf á gangstétt og það er ekki neitt erfitt við það! Verum ekki að flækja lífið ;-)

hugrún (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 14:25

5 Smámynd: Vilberg Helgason

Hugrún.

Í fyrsta lagi þá þætti mér ágætt að hjóla ekki á götunni og hafa ágætis stíg meðfram henni eða sér hjólarein samhliða götunni.
En málið er að hjólreiðamönnum er ekki ætlað að vera á gangstígum og eflaust þætti þér óþægilegt að mæta tugum hjólreiðamanna á 30 km hraða á gangstígnum meðan þú værir með barnið þitt á röltinu á gangstígnum að sama skapi og þér þykir óþægilegt að keyra samhliða hjólreiðamanni. Hjólreiðamenn eru nefnilega líka á leið til og frá vinnu og að flýta sér.

Svo er náttúrulega vandamál með fólk með hunda sem eru sitthvorumegin á gangstígnum og band í milli... Ég þekki nokkra sem hafa lent í því að hjóla á bandið og annaðhvort fljúga á hausinn eða meiða hundinn sem er ekki gott.

Gangandi og hjólandi umferð eiga ekki samleið.  Því miður

Vilberg Helgason, 26.6.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband