Vonandi að áherslur breytist.

Því miður hefur það loðað við vegagerðina og samgönguyfirvöld hingað til að þau hugsa seint og ílla um aðra umferð en akandi. Það eru helst sveitafélögin sem hafa verið að sýna öðrum samgöngumátum einhverja athygli en samt ekki næga.

En ef að arðsemi verði tekin inní allar framkvæmdir hér eftir þá er á hreinu að mest arðsemi kemur úr því að taka mið af framtíðarumferð og hún er ekki bensíndrifin eins og mál eru að þróast í dag.

Ef við tökum mið af því að Robert Hirsch mikils metinn álitsgjafi Bandarísku ríkisstjórnarinnar telur að olían fari í $500 dollara á næstu 3 - 5 árum þá mun bílaumferð klárlega minnka og almenningssamgöngur fá aukið vægi. (sjá nánar á Orkublogginu hér á mbl)

Miðað við fréttir í fyrradag um að aukning sé á sölu á hjólum og mikil aukning á því að fólk sé að láta hressa uppá hjólin sín til að nota þau sem samgöngumáta  þá stefnir í mikla hjólreiðabyltingu á Íslandi jafnt að sumri sem að vetri.

Hugmyndir eins og yfirbyggður hjólreiðastokkur meðfram miklubraut og stærri stofnæðum borgarinnar ásamt alvöru hjólaleiðum munu klárlega skila betri arðsemi heldur en breikkun gatna og fjölgun mislægra gatnamóta ef við tökum mið af því að Norðmenn hafa reiknað það út að það spari ríkinu hálfa milljón íslenskra á ári að fólk taki sér reiðhjól í stað bíls að staðaldri.

Ég vona innilega að hjólreiðar fái vægi í þessu nýja fyrirkomulagi og Íslenska ríkið fari að sérmennta verkfræðinga sína í hjólreiðasamgöngum og skella þeim á nokkur námskeið í Noregi þar sem aðstæður eru oft þær sömu og hér á Íslandi.


mbl.is Kannaðir verði möguleikar á breyttri stofnanaskipan samgöngumála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Mikið skelfing er ég sammála þér. Ég óttast samt að það verði engar breytingar nema gengið verði í fjöldauppsagnir á því vanhæfa á fólki sem sér um samgöngumálin á íslandi í dag. Okkur vantar nýtt fólk í allar stöður sem skilur þann vanda sem við búum við í dag. Sá vandi snýst ekki um hvernig auka má flæði vélknúinna einkabíla.

Þessi ábending Ríkisendurskoðunar er mjög athyglisverð. Hún gæti hjálpað hjólreiðafólki í framtíðinni. En sagan hefur kennt mér að pólitíkin sér um sína, þó einhverju verði breytt þá er ólíklegt að það hafi áhrif til breytinga.

Magnús Bergsson, 27.6.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband