Götuhjól ofurhugans.

Ég sá á einum af spjallsíðum landsins að hin frækna reiðhjólabúð Markið er ekki að klikka á að svala forvitni okkar hjólreiðamanna og eru búnir að flytja inn fyrsta Fixed gear götuhjól landsins og það er hjól sem vert er að fara að líta á.

steamroller600.jpg

Þetta hjól heitir Surly Steamroller fixed og er með svokölluðum Fixed Gear.

En Fixed gear virkar þannig að á meðan afturhjólið snýst snúast petalarnir hvort sem farið er afturábak eða áfram. Alveg eins og á spinning hjóli sem dæmi.  Þetta hefur sína kosti og galla.

Kostirnir eru að maður kemst ekkert upp með að hætta að hjóla og láta sig renna.

Hjólreiðamaðurinn er alltaf í áreynslu og þjálfar upp frábæra petalatækni og flestir bestu hjólreiðagarpar heims hafa notast við svona hjól til þess að þróa sveifarsnúningstæknina hjá sér.

Þeim mun hraðar sem þú ferð þeim mun hraðar snúast sveifarnar (petalarnir)

Gallarnir eru aftur á móti að svona hjól hentar aðallega fyrir jafnslétt svæði og erfitt að fara upp brekkur þar sem þetta er bara eins gíra en samt góð áskorun. 

Vandamálið kemur yfirleitt þegar þú ferð niður brekku. Gefum okkur að þú sért að fara niður vel bratta brekku þá er ekki ólíklegt að sveifarsnúningurinn fari uppúr öllu valdi og dæmi eru um að menn hafi fótbrotnað þegar þeir verða hræddir og skella sér úr petölunum.

En líklega er aðalvandamálið að þessi hjól eru ekki búin hefðbundnum bremsum, nema þá kannski handbremsu og þú þarft að nota fótaafl til þess að hægja á petölunum. Eins og sjá má á hjólinu á myndinni þá er ekki einu sinni festing fyrir afturbremsu á því.

Í myndbandinu hérna að neðan má sjá einn ofurhuga á svona hálfbremsulausu hjóli leika sér í umferðinni í New York. Þetta er eitt af adrenalín sportum nútímans og menn stunda þetta grimmt.

BMX og Fixed gear
En svona Fixed gear er reyndar algengt í BMX og hjólapark sporti þar sem menn eru að stökkva og leika sér á pöllum og gera listir. Enda tilvalið þar sem hægt er að hjóla bæði áfram og afturábak og hjólið rennur aldrei nema þú leyfir því það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband