47 keppendur mættu og tóku vel á þegar þeir hjóluðu eftir þurrum og stígum og malarvegum annaðhvort 12 eða 24 kílómetra.
Keppninni var skipt í A og B flokk en A flokkur sem hugsaður er fyrir reyndari keppnismenn og svo B flokkur sem hjólaði helmingi styttri vegalengd.
Árni Már sigraði nokkuð örugglega á 24 km leið A flokks karla á 55:41 og var eini keppandinn sem hjólaði á undir klukkustund en næstur kom Hákon Hrafn Sigurðsson á 1:00:21. En keppnin um annað sætið var þrælspennandi þar sem einungis munaði 1 mínútu á öðru og fimmta sæti.
Bryndís Þorsteinsdóttir hélt áfram sigurgöngu sinni í kvennaflokki og hjólaði hringinn á frábærum tíma eða 37:49. En kvennaflokkur hjólaði 12 km.
Í B flokk karla sigraði svo Kjartan Þór Þorbjörnsson á 34:12 og í öðru sæti varð Fjölnir Björgvinsson á 35:28 og þriðji var Hinrik Jóhannsson. Í B flokk voru hjólaðir 12 km og frábært að sjá hversu margir mættu í B flokkinn og þarna er sá flokkur sem gaman væri að sjá stækka hratt og sjá keppnismönnum í hjólreiðum fjölga á Íslandi.
Gaman var að sjá að í unglingahópum var fín mæting og í flokki 11 - 12 ára sigraði Þórhildur Vala Kjartansdóttir í hnátuflokk og Emil Tumi Víglundsson í hnokkaflokki. Síðan sigraði Stígur Zoega sveina flokkinn og Jakob Ýmir Piltaflokk.
Það er frábært að hversu margir komu til keppni og vil ég óska Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Skógræktarfélagi Reykjavíkur til hamingju með þetta frábæra mót.
Myndir, frekari úrslit og fleira um keppnina er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur http://www.hfr.is/
Myndirnar tók Albert Jakobsson
Flokkur: Íþróttir | 27.6.2008 | 12:41 (breytt kl. 12:44) | Facebook
Athugasemdir
Rétt úrslit í B-flokki eru 1. Bragi Thoroddsen HFR 33:19 2. Ólafur Baldursson HFR 33:29 3. Kristján Guðnasson 33:33
Kristján Guðnason (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.