Þessir tónleikar eru frábærir fyrir Ísland og boðskapur þeirra enn betri.
Ef úr rætist og tugir þúsunda mæta á svæðið er þá ekki örugglega búið gera ráð fyrir að maður geti komið á náttúrulegum ferðakosti s.s. gangandi eða hjólandi.
Gaman væri að sjá alla koma þarna á reiðhjólinu og enn skemmtilegra væri ef búið væri að gera ráð fyrir geymslu fyrir þau því erfitt er að stafla hundruðum eða þúsundum reiðhjóla á einn stað ef bílar eru búnir að taka upp öll bílastæði.
Er ekki málið að takamarka bílastæði og gera ráð fyrir ca 25 reiðhjólum á hverju bílastæði og undirstrika þar með boðskap hreinnar náttúru.
En til að hægt sé að leggja 25 hjólum á 1 stæði þarf að setja upp girðingar og eitthvað sem fólk getur hallað hjólunum upp að og jafnvel læst þeim við.
Mætum öll gangandi eða hjólandi og sínum viljan í verki !!!....
Náttúra í beinni útsendingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.6.2008 | 15:16 (breytt kl. 18:16) | Facebook
Athugasemdir
Það væri alveg tilvalið að sjá reiðhjólastæði eins og t.d. þau sem má sjá fyrir utan aðallestarstöðina í Kaupmannahöfn, svona tveggja hæða ramma sem tekur dágóðan slatta af fákum.
...désú (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 15:31
Það væri nú viðeigandi Björk og Sigur rós koma hjólandi eða gangandi á tónleikana.
Guðmundur (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 17:34
Ferlegt að geta ekki mætt á þessa tónleika. Þetta virðist liggja á mér eins og álög að geta ekki mætt á tónleika sem tileinkaðir eru náttúrunni.
Mér þótti það fremur undarlegt að sumar fréttir af þessum tónleikum enduðu á því að þulin voru upp öll möguleg bílastæði í Laugardalnum og ekki minnst á aðra samgöngumöguleika. Laugardalurinn er því miður eitt gríðarstórt bílastæði, því á ekki að þurfa að stunda slíkan áróður í fréttatímum. Fréttir af þessum tónleikum ættu allar að enda á því að fólk verði að koma gangandi, hjólandi eða í strætó.
Magnús Bergsson, 28.6.2008 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.