Stjórnendur í hinu ofurríka Dubai hafa tekið ákvörðun um að auka vægi hjólreiða í furstadæminu eftir að niðurstaða rannsóknar sem gerð var á notkun hjólreiða í landinu leiddi í ljós margvísilega kosti fyrir samfélagið.
Ég stiklaði á stóru í rannsókninni það sem eftirtaldir kostir voru lofaðir.
- Tekjulægri íbúar furstadæmisins nota aðallega reiðhjól til samgangna og af 100.000 reiðhjóla í furstadæminu þá eru 80% þeirra notuð til reglulegra samgangna.
- Að efnaðir íbúar Dubai nota hjólreiðar sífellt meira sér til dægrastyttingar
- Að draga mætti úr notkun heilbrigðiskerfisins með auknum hjólreiðum og að arðsemi allra framkvæmda til bættra hjólreiðasamgangna mætti réttlæta með bættri heilsu einni saman.
- Að stórlega myndi draga úr loftmengun og þar með myndi heilsa manna einnig batna.
- Losna myndi um umferðarhnúta og þörf á auknum götum og bifreiðamannvirkjum myndi hverfa.
Í kjölfarið af þessu var ákveðið að hjólreiðar fengu hluta af götum borgarinnar fyrir sig og gerðir yrðu sér hjólreiðastígar. Hjólagrindum, hjólastæðum og hjólaskýlium yrði stórfjölgað í furstadæminu. Sérstök áhersla yrði lögð á að hafa nóg af hjólastæðum við strætóstöðvar og lestarstöðvar svo fólk gæti blandað saman hjólreiðum og almenningssamgöngum.
Þetta var tilkynnt fyrir örfáum dögum og þeir ætla að klára alla skipulagsvinnu á 2 mánuðum og svo hefst mikil aðlögun alls furstadæmisins þar sem byrjað er á stæðum, skýlum og breytingum á merkingu gatna. Og svo mun í kjölfarið verkið vera klárað.
Breyting verður gerð á reglum varðandi bænahús, verslunarmiðstöðvar og viðskiptakjarna þar af hverjum 25 bílastæðum þurfi jafngildi eins bílastæðis að vera fyrir reiðhjól með góðri aðstöðu fyrir hjólin.
Ekki er bensínið dýrt í Dubai og því eru aðrar hvatir á bak við þetta frábæra framtak þeirra eins og arðsemi hjólreiðastíganna tengd heilsu og loftmengun og sparnaði pláss fyrir ný umferðarmannvirki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.6.2008 | 17:33 (breytt kl. 17:36) | Facebook
Athugasemdir
Vá!
Islendingar ættu að hafa stjórnarskipti við Dubai búa.....nei, það er ekki hægt að bjóða Dubai búum upp á slikt.
En í alvöru sagt virðast stjórnmálamenn í Dubai meira vakanndi yfir tíðarandanum en þeir Íslensku. Það undarlega er að ég mundi telja mun þægilegra að hjóla á íslandi en í Dubai sé litið til veðurfars.
Magnús Bergsson, 27.6.2008 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.