Af hverju fer fólk á tónleikana

Er fólk þarna í þeim tilgangi einum að hlýða á tónlistina sem þessum frábæru tónlistarmönnum eða til þess að standa við bakið á málstaðnum.

Hver sem ástæðan er fyrir mætingu þá hefði fólk átt að sýna viljan í verki og koma á grænum fararkosti.

Það hefði náttúrulega átt að fjölga strætóferðum, koma upp alvöru hjólastæðum og loka dalnum fyrir bílaumferð. Allavega takmarka hana vel.

En til þess að það hefði gengið hefðu þeir sem skipulögðu tónleikana þurft að undirbúa vel að taka við öllu þessu hjólreiðafólki og þessvegna taka aðra akreinina í hvora átt á suðurlandsbrautinni og sæbraut og loka tímabundið annarri umferð en hjólandi og hafa tónleikanna enn táknrænni fyrir náttúruvernd og gefa fréttasnápum fleira gott að tala um.

Og að sjálfsögðu er hræksni að mæta á 20 lítrar+ á hundraðið jeppanum sínum á svona tónleika.


mbl.is Fjölmenni í Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Já, einmitt, af hverju var þetta ekki gert?  Ég er ekkert mjög langt frá Laugardalnum, en ég er með einn skólapjakk og einn leikskólapjakk.  Hjólagetan hjá þeim er svo mismunandi að ég þori ekki að hjóla eftir götunum með þá, og býst við of mikilli gangandi umferð á gangstígunum.  Var að spá í að festa gamla stólinn aftan á hjólið mitt, en strákurinn er orðinn of þungur í þann stól.  Ég hefði getað hjólað með þá, ef vægi hjólreiðafólks hefði verið aukið í dag. 

Nenni ekki að bruna á fjölskyldubílnum niður í dal, umferðarteppur eru ekki mitt uppáhald.  Svo ég ætla að horfa á tónleikana á netinu.  Það er alla vega vistvæn leið, mengar ekkert.

Hjóla-Hrönn, 28.6.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Æ æ, fer maður ekki á tónleika til að hafa það huggulegt og hlusta á góða tónlist og þegar maður þar að auki getur styrkt gott málefni er það nú ekki verra :)  Tvær flugur í einu höggi..

Mikið vildi ég vera þarna og njóta þessar frábæru tónlistar, en ér er nú stödd í hitanum í Evrópu og hef það náðugt, svo ég bara bið vel að heilsa.

Talandi um bensínverð þá er það jú óforskammarlegt sama hvar er í Evrópu.  Þar verðum við að standa saman og segja hingað og ekki lengra.  Er því miður auðveldara heima á litla Íslandi en úti í hinni stóru Evrópu..

Kolbrún Jónsdóttir, 28.6.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Guttormur

Það hefði vel mátt vera meiri áróður fyrir hjólreiðum á tónleikana í dag en fjöldi manns mætti hjólandi og ökumenn voru nokkuð þolinmóðir sem ég mætti.

Andrea

Guttormur, 29.6.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband