Þegar ég og fleiri hjólum á götunni er ekki óalgengt að ökumenn bifreiða flauti á okkur og bendi á gangstéttina við hliðina.
Það er kannski ekki skrýtið því allir eru jú að flýta sér og hjólreiðamaður fer óneitanlega aðeins hægar en bílinn. En samt finnst mér ökumenn vera hægt og róglega að venjast reiðhjólum í umferðinni. Tillitssemin er meiri í sumar en hún var í fyrrasumar. Það gæti verið útskýrt með því að fleiri eru jú farnir að hjóla og maður hugar að sínum auk þess sem margir sem dást að fólki sem virðist fara allra sinna ferða á hjóli í þessu fína bensínævintýri sem er skollið á í heiminum.
Það er samt þannig að hjólreiðamenn eru ekki að hjóla mikið á Miklubraut, Sæbraut, Reykjanesbraut og Reykjavíkurveg á háannatímum þar sem það er hreinlega hættulegt. Því þegar umferðin verður mikil verður hjólreiðamaðurinn ósýnilegri. En það er mikið hjólað á minni götum og hægfarnari og segja má að þumalputtareglan er sú að það er hægt að hjóla á götu sem er í mesta lagi með 50km hámarkshraða og ekki með bíl ofan í bíl allan daginn.
Núna stendur aftur á móti til að kynna fyrir Reykjavískum ökumönnum að hjólreiðamenn eigi rétt á því að vera á götunum líka með því að setja svokallaða hjólavísa á göturnar. Það eru hvítar merkingar með mynd af hjóli og í hvaða átt má fara á hjólinu eftir tiltekinni götu. Þetta er mikil samgöngubót að því leiti að þarna er komin áberandi viðurkenning á því að hjóla megi á götunni.
Að sama skapi gæti þetta valdið vandræðum því ökumenn gætu farið að líta þannig á að hjólreiðamenn megi einungis vera á götum sem búið er að setja hjólavísa á. Þannig er þetta allavega á göngu/hjólastígakerfi borgarinnar að ef að tveir hjólreiðamenn hjóla hlið við hlið fá þeir ófá kommentin að búið sé að úthluta einum þriðja stígsins fyrir þá og þar skuli þeir halda sig.
En engu að síður verður spennandi að sjá hvað kemur útúr þessu og hvernig viðtökur hjólreiðamenn muni fá á götunni eftir að merkingar koma. Mun þetta auka þolinmæði ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum eða mun þetta fara í taugarnar á þeim því klárlega mun stóraukast umferð hjólreiða á götunni þegar viðurkenningin er svona skýr á tilverurétti hjólreiðamannsins í umferðinni.
Athugasemdir
Sammála því.
Hjólreiðamenn þurfa að virða umferðarreglur eins og aðrir. Reyndar er dæmið sem þú nefnir því miður löglegt fyrir hjólreiðamenn á Íslandi. Þegar einhver hefur tilverurétt á gangstéttum og götum þá eru margir sem nýta sér það.
En með svona hjólreiðum og þá sér í lagi á annatíma þá geta hjólreiðamenn skapað sér óvild annarra í umferðinni.
En á meðan það eru ekki til neinar reglur sérreglur fyrir hjólreiðamenn að fylgja í umferðarlögunum þá verður þetta eflaust þannig áfram að fólk nýtir sér allar glufur og möguleika sem það hefur.
Vilberg Helgason, 29.6.2008 kl. 19:13
Verð að viðurkenna að ég hef stundum nýtt mér þetta sem Jack talar um þau fáu skipti sem ég hef farið á götuna. þetta getur verið ákaflega þægilegt en er að sama skapi algjörlega siðlaust. Sem betur fer er ég hættur þessu núna, þurfti að fá smá yfirhalningu frá konunni til að hætta því.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 20:12
Ég er alveg til að virða alla umferðareglur sem hjólreiðamaður ef ég er viðurkenndur þátttakendur í umferðinni.
Úrsúla Jünemann, 29.6.2008 kl. 23:07
Hjólreiðamenn þurfa bara að taka fram hjólin og flykkjast út á götur. Því fleiri, því betur sjá bílasjúklingarnir að hjólreiðamenn eru hluti af umferðinni.
Theódór Norðkvist, 30.6.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.