Bíllinn alltaf hugsaður sem framtíðarfarartækið.

Það skiptir ekki máli hversu mörg tækifæri vegagerðin og sveitafélögin fá til þess að bæta úr hjólastíg sem næði Hafnarfjörður - Garðabær - Kópavogur - Reykjavík þá kemur allt fyrir ekki.

Þessa leið, í hvora áttina sem er, í hluta eða heild eru þúsundir sem myndu glaðir vilja notað hjólið til að komast eftir. Sumir daglega, aðrir oft og sumir bara einu sinni. Það skiptir í raun ekki máli því það er ekki hægt að ferðast frá Hafnarfirði til Reykjavíkur og öfugt á reiðhjóli nema feta einhverja "rollustíga" eða leggja sig í stórkostlega hættu á þessum stofnbrautum sem þar liggja í milli.

Alltaf verið að bæta við mislægum gatnamótum og aldrei hugað að neinni stígagerð.

Það sama gildir með Reykjanesbrautina alveg að fína Millilandsflugvellinum okkar að þar eru búnar alveg ótrúlega miklar framkvæmdir og engin merki um að hægt sé að gera hjólreiðastíg eða auka öryggi hjólreiðamanna án mikils kostnaðar. Það er jú öxl á veginum en hún er svo grófmalbikuð að ef maður hjólar þar kemur maður vel hristur heim nema vera á vel dempuðu fjallahjóli.

Það sorglega við Reykjanesbrautina er að ekki er langt síðan sú "frábæra" hugmynd kom fram að hreinlega loka henni fyrir reiðhjólaumferð. Nú vissi ég aldrei hvort það var til að vernda hjólreiðamenn eða svo bílstjórar yrðu ekki fyrir truflunum við að keyra leiðina. Þrátt fyrir það veit ég um fólk sem hjólar Reykjanesbrautina til vinnu í t.d. Álverið í Straumsvík og svo allir ferðamennirnir sem koma fljúgandi með hjólin sín.

 Í nýrri útfærslu af samgöngumálum sem kynnt var í seinustu viku var lögð áhersla á að arðsemi skyldi reikna af öllum framkvæmdum og því miður verður seint hægt að fá út skikkanlega arðsemi á gerð hjólastígs að Flugstöð Leifs frá Hafnarfirði ef breyta þarf fjölda glænýrra mislægra gatnamóta á leiðinni en auðvitað hefði þetta ekki verið nærri því jafn dýrt ef gert hefði verið ráð fyrir grænni umferð jafnhliða bílaumferð.

Þetta er kannski bara enn eitt dæmið um litla fyrirhyggju ríkisstjórnar í samgöngumálum. Það er engin nýlunda að bensín myndi hækka og hefur verið vitað lengi en samt hefur öll áhersla verið lögð á bílinn sem framtíðarfaratæki Íslendinga.


mbl.is Umferðartafir á Hafnarfjarðarvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband