Skemmtileg atriði úr Tour de France og sjónvarpsréttur

Núna þegar nítugasti og fimmti Tour de France nálgast hafa skipuleggjendur keppninnar tilkynnt að þeir hafi gert samning við Eurovision TV Network um að senda hana út allt til að keppninni 2011 lýkur. Eurovison Network sem er samtök ríkisrekinna sjónvarpsstöðva að ég held munu því hafa sýningarréttinn og þar með RUV með forgangsrétt að keppninni.

Það er bara vonandi að RUV taki sig til og sýni frá keppninni á næsta ári og ég skal glaður aðstoða þá við alla upplýsingaöflun og undirbúning pro bono er af yrði því ekkert væri skemmtilegra en að koma hjólreiðaáhuga Íslendinga á hærra plan með því að leyfa þeim að horfa á þjáningar hjólreiðamannanna á seinustu dögum keppninnar þegar ekkert er eftir nema viljinn til að klára eða vinna.

En af þessu tilefni ætla ég að setja inn nokkra YouTube hlekki af skemmtilegum atburðum sem átt hafa sér stað í Tour de France undanfarin ár og svo var einn af lesendum mínum svo skemmtilega áhugasamur um að sjá sögu keppninnar og eftir lofsamlega beiðni fylgja hlekkir á það í kjölfarið.


Hjólreiðamaður keyrir á hund sem rölti yfir götuna.


Hápuntur hópslysanna í fyrra


Bíður maður ekki alltaf eftir að einhver detti - gott safn í gegnum tíðina


Borat lét sig ekki vanta í Tour de France


Hesturinn var eitthvað spenntur og stökk inn í keppnina

Og svo er það saga keppninnar í 12 þáttum fyrir Eið sem óskaði eftir meira efni um stærsta og erfiðasta íþrótta mót heims


Saga Tour de France, hluti 1 af 12


Saga Tour de France, hluti 2 af 12


Saga Tour de France, hluti 3 af 12


Saga Tour de France, hluti 4 af 12


Saga Tour de France, hluti 5 af 12


Saga Tour de France, hluti 6 af 12


Saga Tour de France, hluti 7 af 12


Saga Tour de France, hluti 8 af 12


Saga Tour de France, hluti 9 af 12


Saga Tour de France, hluti 10 af 12


Saga Tour de France, hluti 11 af 12


Saga Tour de France, hluti 12 af 12


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband