Til hvers eru þessi undirgöng

Það eru komin göng útum alla reykjavík, gott og blessað. Vandamálið er að göngin eru oft úr leið og 90°beygjur við enda þeirra. Sjálfur hef ég "næstum" hjólað á hunda, börn og konur með barnavagna þegar ég kem úr svona göngum. Eina ástæðan fyrir því að það er bara næstum er að ég er skíthræddur þegar ég kem að svona horni. Þetta myndi aldrei líðast í bílaumferð. Það má t.d. ekki leggja bílum nær gatnamótum en einhverja 5 metra eða eitthvað til að byrgja ekki útsýni þeirra sem þar um fara og oft eru settir speglar ef hornið er íll leysanlegt fyrir bílaumferð.

En gangandi umferð og hjólandi umferð í svona göng er ekki alveg að virka eins og maður vildi því oft eru göngin "redding" og höfð úr leið eins og í þessu tilfelli þá henta þau ílla hvert sem þú ert að fara og það er alltaf krókur í þau og því auðveldara að þvera götuna allsstaðar.

Þannig er allt hugsað fyrir bíla. Að umferð sé sem beinust og sem minnst af kröppum beygjum og sem minnst af útúrdúrum svo fólk nýti sér vegina og leiðirnar sem vegayfirvöld vilja að maður fari. En þegar kemur að hönnun göngustíga - hjólastíga og undirgangna þá er fyrst hugsað um bílaumferðina og svo er eins og það sé hugsað hvort einhversstaðar megi koma okkur hinum fyrir og hvort það almennt borgi sig. Það er jafnvel að maður velti fyrir sér hvort verið sé að huga að öryggi okkar sem erum óvarin í umferðinni eða verið að greiða leið bílsins þegar undirgöng eru gerð því við tefjum jú hinn akandi mann þegar við þurfum að þvera götu ofan jarðar.

 


mbl.is Þurfa undirgöng merkingar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband