Það eru margar góðar ástæður til að hjóla og ég hef birt nokkrar hérna á blogginu mínu í gegnum tíðina. Þessar eru skemmtilegar og þarna má sjá m.a. orkunotkun hjólreiða miðað við aðra samgöngumáta.
- Á reiðhjóli eyðir þú jafn mikilli orku á 1037 kílómetrum og fæst úr einum lítra af bensíni
- Á reiðhjóli getur þú búist við að vera með heilsu á við 10 árum yngri manneskju ef þú hjólar reglulega
- Á reiðhjóli er hjólreiðamaðurinn yfirleitt um 6 sinnum þyngri en hjólið en bíll er um 20 sinnum þyngri en ökumaður að jafnaði
- Á reiðhjóli leggur þú til vélina, hjartað í þér sem bætir þinn eigin styrk og skilvirkni. Það skilar sér til einnig til betri afkasta í vinnu
- Á reiðhjóli notar þú færri wött af orku við að hjóla heldur en bíll notar til að halda ljósunum logandi á sömu vegalengd.
- Með því að hjóla verndar þú þig gegn hjartasjúkdómum, háum blóðþrýsting, offitu og stressi.
- Á meðan þú hjólar notar þú einn fimmtánda af súrefni miðað við bílvél og gefur ekki frá þér neina mengun.
- Með því að hjóla ferðastu um fjórum sinnum hraðar en ef þú gengur með sömu orkunotkun.
- Með því að hjóla til og frá vinnu er ekki ólíklegt að þú brennir 11 kílóum af fitu á ári aukalega.
- Á reiðhjóli kemst þú hraðar yfir, ert á vinalegri samgöngumáta og frjálsari en nokkuð annað farartæki í miðbæjarumferð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.