Tour de France 3. dagleið - Upphitun

kort3dagleid.gif

Klukkan 10:30, þann 7. júlí er eins gott að vera í sumarfríi því þá hefst þriðja dagleið Tour de France. Leiðin sem um ræðir liggur frá Saint-Malo til Nantes og eru hjólaðir 208 kólómetrar á frekar miklu sléttlendi.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart þó gula treyjan myndi skipta um keppanda á morgun því á morgun er dagur sprettaranna og brautin allt öðruvísi heldur en hún hefur verið seinustu 2 daga.

Það verður því gaman að sjá hverjir verða þarna á toppnum á morgun. Hugsanlegt er að Cadel Evans sem spáð var titlinum í ár taki sig til og vinni fyrstu dagleiðina sína og einnig eru menn að tala um Kim Kirchen. Auðvitað væri skemmtilegast ef að Norðurlandabúinn og sgurvegari dagsins myndi skella sér í grænu treyjuna á morgun.

Eins og sjá má á sneiðmyndinni eru merkt inn græn S sem eru þeir staðir þar sem sprettararnir ættu að njóta sín best og jafnvel ná upp smá forystu.

sneidmynd_593464.png

Eftir þrælskemmtilega aðra dagleið þá er ekki úr vegi að horfa á lokasprettinn í þegar Thor Hushovd hirti sigurinn á lokametrunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Sæll Vilberg

Það var ólýsanlega gaman að fylgjast með túrnum í dag. Skellti mér ásamt nokkrum félögum til Calorguen, þorpsins þar sem Bernard Hinault býr. (Þangað ekki nema 27 km frá heimabæ mínum, Combourg, sem þú sérð á kortinu. Þar fóru kapparnir í gegn klukkan rúmlega 13 en þá var fjögurra manna hópurinn sem sleit sig lausan í byrjun með  7 mínútna forskot. Um 10-leytið, þremur stundum áður, var krökkt orðið af fólki í þorpinu og meðfram veginum gegnum það og langt í báðar áttir frá því.

Tæpum tveimur tímum áður en hjólreiðamennirnir bunuðu í gegn kom svonefndur "caravan" í gegn. Þar er um að ræða langa lest bíla og farartækja styrktarfyrirtækja túrsins og liðanna. - og kynningaraðila. Úr þeim var fleygt yfir mannskapinn kynningarefni sem meðal annars mátti setja utan á sig og ofan í sig. Svaka stemmning kringum það. Þessi uppákoma stóð í minnst 45 mínútur.

Í félagsheimili Calorguen hafði verið sett upp sýning um feril Hinault. Þar voru öll verðlaun hans, þvílíkt góss, en hann vann 286 keppnir á ferlinum. Mikið af ljósmyndum og treyjur sem hann vann hér og þar, m.a. í túrnum á sínum tíma.

Karlinn stoppaði síðan aðeins í þorpinu eftir ræsinguna í Saint Malo en svo varð hann að skella sér til Nantes til að afhenda verðlaun. Hann er hetja hér í Frakklandi, lifandi goðsögn. Í hjólatúrum okkar rennum við stundum gegnum þorpið en höfum ekki mætt kalli á hjólhestinum. Hann er nefnilega hættur búskap fyrir rúmu ári og tekinn til við að hjóla á ný, sér til ánægju og heilsubótar. Snaggaralegur og sprækur að sjá, 53 ára í ár.

Þetta var sem sagt eftirminnilegt í dag - og gríp fyrsta tækifæri sem aftur gefst til að upplifa stemmningu sem þessa.

Ágúst Ásgeirsson, 7.7.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

. . . gleymdi því, að þetta var náttúrulega stórkostlegur dagur fyrir Frakka og franskar hjólreiðar. Minnsti knapinn í hópnum  vann dagleiðina, Samuel Dumoulin hjá Cofidis. Annar ungur knapi, Romain Feillu hjá Agritubel, tók gulu treyjuna. Reyndar verður erfitt fyrir hann að halda henni á morgun þegar keppt verður í kappi við klukkuna. Skiptir ekki máli, menn njóta lengi frægðar og álits með því að hafa skrýðst treyjunni.

Ágúst Ásgeirsson, 7.7.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Sæll Ágúst og þakka þér þessa frábæru lýsingu. Það eru forréttindi að fá að upplifa túrinn eins og þú gerðir þennan dag. Ég vona að túrinn í ár verði seinasti túrinn sem ég næ ekki að sjá á staðnum.

Það er óhjákvæmilegt að fara og prófa að upplifa þessa stemmingu. Stemmingin sem maður skynjar í gegnum sjónvarpsskjáinn er einstök að sjá. Það sem margir leggja á sig og hversu stór þáttur í keppninni eru merkingar á ökrum og götum á leiðinni. Og hversu nálægt áhorfendur fá að vera við keppendur er alveg frábært.

og enn og aftur takk kærlega fyrir þetta comment. Vildi að ég hefði verið þarna.

Vilberg Helgason, 8.7.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband