Að horfa á Tour de France er ekkert ólíkt því að horfa á Formúli1. Þetta byggir ekki á einum manni frekar en Hamilton vann á Silverstone í gær einn síns liðs.
Í Tour de France þufra stjónendur liðanna að ákveða hvort menn taki pásu eins og í boði var í dag eða hvort þeir eigi að halda sig við fremstu menn eða hanga í miðjunni þangað til línur skýrast í dagleiðinni.
Besta dæmið um góðan taktískann sigur er fyrsta dagleið keppninnar þegar engin átti von á að Valverde myndi spretta úr spori og sigra. Aðrir keppendur voru búnir að ýmist halda forystu eða spretta og gefast upp en þegar einungis örfáir metrar voru eftir átti Valverde uppsafnaða orku eftir að hafa hengið fyrir aftan aðra keppendur alla keppnina til þess að spretta frammúr og sigra.
Í dag var keppnin 208 km sem þýðir að það er settur hvíldartími á miðri leið sem menn hafa val um að taka. Margir fá að taka þessa pásu en aðrir verða að halda áfram eftir samráð keppenda og liðsstjóra. Í dag varð staðan þannig að eftir pásuna var um 50 manna hópur sem hélt áfram og afgangurinn hvíldi sem þýddi að þegar þeir sem hvíldu fór að stað voru þeir tæpum 15 mín á eftir hinum hópnum.
15 mín með yfir 100 km eftir af leiðinni er ekki mikill tími enda kom það í ljós að bilið minnkaði stöðugt og litlu munaði að hóparnir næðu saman. En samt voru það menn úr fremri hópnum sem áttu öll efstu sætin og fremstur fór þar í flokki Romain Feillu
En Frakkinn var einn af fjórum sem slitu sig frá hópum þegar aðeins 3 kílómetrar voru eftir af 208 kílómetrunum sem hjólaðir voru og hann náði nægilegu forskoti á handhafa gulu treyjunnar til þess að eigna sér hana allavega til morgundagsins þegar uppáhaldsími minn á mótinu fer fram eða tímatakan.
En ef þið hafið ekki horft á keppni í hjólreiðum þá er morgundagurinn rétti tíminn til að byrja því uppáhalds keppnirnar mínar eru tímatökur eins á á morgun.
Þar sem ég missti af mótinu í dag sökum anna get ég því miður ekki verið með nánari lýsingu á deginum því ég sá bara klukkustundarlangan endursýningarþátt á eurosport þá vil ég benda gallhörðum aðdáendum á að fara á www.eurosport.com eðs www.cyclingnews.com til þess að fá frekari upplýsingar.
En svona til fróðleiks.
Tímataka er þar sem menn eru yfirleitt ræstir út 30 til 60 sekúndum á eftir næsta manni og eru tímamældir fyrir vegalengdina sem þeir hjóla. Yfirleitt hingað til hefur fyrsti dagur Tour de France verið tímataka en í ár breyttu þeir því sem er alveg frábært því það setur meiri pressu á þann sem vinnur gulu treyjuna á fyrstu dagleið.
Yfirleitt er það þannig að einhver góður tímatökumaður vinnur tímatökuna og svo skiptir treyjan um eiganda á öðrum degi en í keppninni í ár er þetta breytt og treyjan tolldi í 2 daga á sama manni en um leið og keppnin fór úr brekkum í sléttlendi þá hafði sigurvegari dagsins Romain Feillu orðið 1,43 mínútna forskot á Alejandro VALVERDE sem var handhafi gulu treyjunnar með 1 sekúndu mun í gær og 1,53 mínútna forskot á Thor HUSHOVD sem vann 2. dagleiðina í gær.
Það skemmitlega við túrinn er að hann breytist dag frá degi og fyrstu dagarnir eru bara til þess að segja manni hverjir eru líklegir ekki hverjir munu vinna.
En að smá upphitun fyrir fjórðu dagleið eða tímatökuna.
Þegar hjólreiðamenn keppa í Tour de France eru þeir yfirleitt á ofurvel útbúnum götuhjólum sem eru þannig hönnuð að þau taka lítinn hliðarvind á sig og eru súperlétt. Tökum sem dæmi götuhjól Barloworld sem er framleitt af Bianchi sem er hefðbundið 700.000 kr hjól þegar búið er að fylla það af öllum besta mögulega búnað.
En þegar keppendur taka þátt í tímatöku (TT) þá eru þeir á sérbúnum hjólum sem er einungis hönnuð til þess að kljúfa vindinn á sem bestan hátt því í tímatöku er ekki leyfilegt að hafa neitt fyrir framan sig sem veitir hjálp. Gott dæmi er að ef þú dregur upp annan hjólreiðamann sem hugsanlega var ræstur 60 sekúndum á undan þér þá máttu ekki nota loftsogið af honum eins og tíðkast í venjulegum dagleiðum.
Ef þið skoðið hönnunina á tímatökuhjólum þá sjáið þið að allt er gert til þess að draga úr loftmótsstöðu. Grindin eða ramminn er hannaður þannig að hann sé eins og blað og skeri vindinn auk þess sem felgurnar eru eins lokaðar og hægt er svo loftmótstaðan streymi sem mest aftur fyrir hjólið. Einnig er stýrið þannig hannað að hjólreiðamaðurinn er sem frambeygðastur og er yfirleitt með olnbogana á stýrinu og með hendurnar fram á stýrisendana sem þið sjáið koma þarna vel fram á fremri enda framhjólsins.
Svona hjól eru hönnuð og prófuð við svipaðar aðstæður og formúlubílar og loft látið flæða um þau í vindgöngum til þess að sjá hvernig hjólið bregst við mótvind. Það er líka þannig að mestur hraði í Tour de France mælist yfirleitt í tímatökum enda hægt að gefa sig allan í sprettinn.
Flokkur: Íþróttir | 8.7.2008 | 00:02 (breytt kl. 15:04) | Facebook
Athugasemdir
Í þessari annars ágætu samantekt gætir ónákvæmni. Fjórir knapar slitu sig lausa strax á fyrstu 200-300 metrunum og voru aldrei dregnir uppi. Í þeim hópi voru sigurvegari dagsins (Dumoulin), nýr handhafi gulu treyjunnar (Feillu) , bandarískur knapi (Frisckhorn) og ítalskur (Borghini). [ég vík aðeins að þessu í innleggi við upphitun fyrir þriðju dagleiðina.]
Hópurinn hélst síðan saman allt þar til um 25 km voru eftir en þá féllu nokkrir á rampa milli akreina rétt eftir beygju nokkra á veginum. Þá splundraðist hann til að byrja með í fernt en saman dró með sumum brotunum en inn komu flestir í tveimur hópum, á eftir fjórmenningunum sem fyrstir voru í tæpa 208 km. Þeir voru um tíma komnir með tæpra 15 mínútna forskot.
Á síðustu 50 km eða svo virtist megin hópurinn ætla sækja á. Þá var forskot fjórmenninganna átta mínútur og stundum minnkaði bilið hratt. En að því kom aftur og aftur að menn hættu að draga vagninn. Ef til vill til að draga ekki allan mátt úr sínum sprettmönnum eða í mótmælaskyni við að önnur lið skyldu ekki taka sinn skerf af drættinum á sig.
Nú, dagurinn í dag var náttúrulega ekkert skemmtilegur, svona tímatökur eru það sjaldnast. Sýnt þótti í gær að Feillu myndi tapa treyjunni gulu, sem rættist. Sprettur Schumacher kom nokkuð eins og þruma úr heiðskíru lofti, slíkir voru yfirburðir hans. Og einkennilegt þótti að Valverde var slappur í dag en hann er fallinn niður í 27. sæti og er hálfri annarri mínútu á eftir efsta manni. Og rúmri mínútu á eftir Cadel Evans, en þeir þóttu þeir sigurstranglegustu fyrir túrinn.
Talið var nær öruggt að Fabian Cancellara myndi vinna daginn í dag, en þessi tvöfaldi heimsmeistari í tímatökum var 33 sekúndum lengur með kílómetrana 29,6.
Ágúst Ásgeirsson, 8.7.2008 kl. 20:23
Sæll aftur Ágúst og þakka leiðréttinguna. Því miður náði ég ekki að horfa á þetta live og verð að biðja þá sem lesið hafa pistilinn afsökunar á ónækvæmninni en eins og kom fram og byggði upplýsingar mínar á grein á netinu og stuttri samantekt sem ég sá á Eurosport. Greinilega ekki fengið rétta skynjun til að geta komið þessu rétt frá mér.
Og varðandi tímatökur þá hef ég alveg einstaklega gaman af þeim þegar maður hefur nóg af tölfræðiupplýsingum á meðan þær standa. Það dugar ekki að horfa bara á Eurosport fyrir mig því ég verð að vera á netinu á meðan og bera saman alla mögulega tölfræði.
Og varðandi Schumacher þá átti ég enganvegin von á honum þarna fremstum og átti ekki orð þegar hann náði þessum tíma. Þetta var hreint úr sagt frábært og gott fyrir keppnina. Svo er bara að sjá hvernig honum gengur á morgun.
Vilberg Helgason, 8.7.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.