Rúmlega ár frá því að sofandi ökumaður keyrði á hjólreiðamann

Núna er einmitt rétt rúmlega ár síðan keyrt var á hjólreiðamann á vesturlandsvegi. Þar var einmitt sofandi ökumaður á ferð.

Þetta er enn ein ástæðan fyrir því að það þurfi viðunandi aðstöðu fyrir hjólreiðamenn meðfram stofnbrautum. Þeas að þeir séu varðir fyrir umferð bíla því hjólreiðamenn eru ekki búnir loftpúðum, öryggisbeltum og rúmlega tonni af stálgrind utanum sig.

Núna er allavega leyfilegt að gera hjólabrautir meðfram stofnbrautum fyrir vegagerðina og þá er bara að byrja að framkvæma. 


mbl.is Bifreið valt eftir að ökumaður sofnaði undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Veist þú hvernig þessi hjólreiðamaður hefur það í dag? Mér skilst að hann hafi orðið fyrir mjög alvarlegum meiðslum.

Sigurður M Grétarsson, 12.7.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Nei því miður. Þá hef ég það ekki en hann var á batavegi en hvað það þýðir akkúrat er eflaust teigjanlegt.

Ég man bara hvað þetta slys sló mig mikið því ég hef verið þarna á svipuðum slóðum á svipuðum tíma oft. Bæði fyrir og eftir.

Vilberg Helgason, 12.7.2008 kl. 17:20

4 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Eh, ætlaði að skrifa með, en þetta er sá sem lenti í slysinu.  Konan hans eða vinkona sem bloggar

Hjóla-Hrönn, 12.7.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Morten Lange

Hallsteinn bloggar líka sjálfur og er varamaður í stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna.   Ég hika við að segja of mikið um hans slys, vildi helst ræða málið betur við Hallsteinn fyrst.  Heimsótti hann í vetur, en hef enn einhverjar spurningar.  En Hallsteinn segir frá bata og erfiðleika á sínu bloggi, einkum höndin sem var sein að gróa.  Annars má nefna að ég stóðst ekki matið þegar rannsóknir sem "sanna"  almennt gildi hjálma kom til tals á bloggi Siggu

Ég þarf líklega að ítreka að ég var ekki að tala þar um einstök slys og alls ekki að  segja fólki að ekki nota hjálm.  Heldur var ég að segja að vísindamenn eru alls ekki á einu máli um gildi hjálma sem einn af aðallausnunum í umferðaröryggismálum hjólreiðamanna. Flest virðist benda til þess að hræðsluáróður um hjálma"leysi"  og svo ekki sé talað um bann við hjólreiðar án hjálms sé mikill mistök.  Meir að segja hafa sumar rannsóknir bent til þess að á heildina fækki alvarlegum höfuðmeiðslum ekki við upptöku hjálmaskyldu. Það má alveg eins segja að þeim geti fjölgað, hlutfallslega. Nýlega opnaði ágætis síða á dönsku um þetta : cykelhjelm.org

Það sem skiptir máli er að lækka hraða, vinna gegn akstri undir áhrifum fíkniefna (meðtalið áfengi) og undir áhrifum svefnleysis. Þarnæst meðal annars vegna þess að það taki tíma, þurfum við að hafa hjólreiðabrautir meðfram stofnbrautum.  LHM benti á þörf á hjólreiðabraut einmitt eftir þessum kafla í athugasemd við umhverfismat við tvöföldun Vesturlandsvegar.  

Loks  vil ég enn og aftur hrósa þér fyrir frábært blogg, Vilberg !  Ekki skemmir fyrir að ég sé  sammála flestu hér og þú jafnvel segir oft það sem ég hefði viljað segja á betra málfari  og hnitmiðaðri   :-) 

Morten Lange, 13.7.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband