Vindurinn getur drepið

Merkilegt með þessar vindkviður hvað þær feykja fólki til. Þegar þú ert á reiðhjóli að hjóla t.d. eftir Kjalarnesinu þá eru vindkviðurnar slæmar en það versta er að vera í sterkum hliðarvind og svo fer flatningarbíll frammúr þér og þú lendir í vindtæmi í smástund þar sem flutningabíllinn tekur vindinn fyrir þig og svo fer hann framhjá og þá fær hjólreiðamaðurinn á sig þvílíkan vindskell og það er jafnvel þannig að maður endi inná umferðinni á móti.

Þetta er stórhættulegt náttúrulega og því oft varasamt að hjóla eftir götum vegna þessa.

En á meðan við hjólreiðamenn höfum ekki aðra staði til að hjóla á er þetta hluti af sportinu og eitthvað sem maður þarf að taka.

Enn ein ástæðan fyrir því að gera á hjólreiðastíga til hliðar við þjóðvegi landsins svo hægt sé að ferðast á reiðhjóli milli sveitarfélaga. Í Noregi eru komnir 2500 km af hjólastígum með þjóðvegum og þeir eru alltaf að bæta við. Kannski kominn tími á fyrsta stíginn með þjóðveg á Íslandi.


mbl.is Fauk af bifhjóli undir Hafnarfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Örugglega ekki mikil fyrsta árið. Örugglega meiri annað árið og svo enn meiri árið eftir það og svo framvegis.

Málið er að hjólreiðavakning er að eiga sér stað á Íslandi og heilsuvakning að sama skapi.

Hjólreiðaferðalög eru stór atvinnugrein í öðrum nágrannalöndum okkar og fleiri og fleiri hjóla í sumarfríinu. 

Íslendingar fara í miklu væli í sumarhúsabyggðir í Hollandi, Belgíu og Frakklandi sem dæmi og leigja sér ekki bíla heldur reiðhjól og fjölskyldan hjólar allan tímann. Það sama myndi gerast á Íslandi ef aðstaðan væri fyrir hendi. Ég myndi t.d. aldrei hjóla með 6 ára son minn eftir kjalarnesinu á hjóli með tjald og svefnpoka í töskum á meðan aðstæður eru eins og þær eru, en ég myndi örugglega gera það ef það væri hægt að tryggja öryggi hans á leiðinni.

Sjáum bara í fréttum í dag er 24 tindar á 24 tímum í Glerárdag fyrir noraðan og það eru 93 þáttakendur. Göngumönnum fjölgar ár frá ári og það er enginn maður með mönnum lengur nema hafa rölt á nokkra tinda og það sama mun verða með hjólreiðar ef þær verða valkostur í náttúrunni. Enda kemst ferðalangur 4x vegalengdina á reiðhjóli sem hann kemst gangandi fyrir sömu orkunoktun.

Vilberg Helgason, 12.7.2008 kl. 21:03

2 Smámynd: Morten Lange

Á fundi um Samgönguviku fyri skemmstu hitum við Sesselja ( hún er varaformaður LHM)  fulltrúa frá Miðgarði, sem sagt úr Grafarvogi.  Grafarvogur mun tala við Samgöngublómið við opnun Samgönguviku ( 16.-22. sept).  Eitt af því sem hún benti á var  að þjónustumiðstöðin Miðgarður eigi líka að þjóna Kjalarnesi, og að einn heitasti ósk íbúa þar sé einmitt stígatenging við Mosfellsbæ og Grafarvog. Þetta kemur líka fram á 12og.reykjavik.is og er vel tekið undir þeirri ábendingu.

Morten Lange, 13.7.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband