Merkilegar þessar fyrirsagnir alltaf
Samkvæmt fréttinni hjólaði barnið á hjólinu á bílinn sem er svosem satt en. En yfrleitt eins og í fréttum um svona slys þá er fyrirsögnin hjólaði á bíl. Um daginn var fyrirsögn að barn hjólaði á bíl á Akureyri sem var að koma útúr bílastæði á Akureyri en barnið var á gangstétt og bíllinn fór þvert í veg fyrir barnið. Þá var ekki dæmið að bílstjóri ók fyrir barn heldur að barn hjólaði á bíl og þanng er það í öllum slysum hjólreðamanna eða bara almennt þegar börn eða fullorðnir á hjólum verða fyrir eða lenda á bílum
Fyrirsögnn á greininni minn er jafn raunhæf eins og fréttamiðlar notast við þegar fjallað er um slys á hjólreiðamönnum.
Ég spyr hreinlega hver á réttin í svona tilfellum og hver er ábyrgur. Afhverju var bíllinn bara bíll en barnið var manneskja ?. Eru þeir sem keyra bíla súkkat í umferðinni nema þeir keyri á aðra bíla þá alltíeinu geta þeir verið ölvaðir, undiráhrifum efna eða sofnadi. En þegar reðihjól á í hlut þá er helmingurinn BARN/HóLREIÐAMAÐUR og hinn helmingur slyssns er alltaf BÍLL ????? keyra bílar af sjálfu sér en reðhjól þurfa stjórn ?
Alveg ótrúlgt !!!
Margir ökumenn eru mjög uppfullr af því að passa sig á umferð og fylgjast vel með, aðrir keyra eins og skepnur á meðan þeir eiga réttinn og svo eru aðrir sem trúa því að reðhjól ega að vera á gangstéttum og eigi engann rétt og því sé um að gera að refsa þem með því að gera þem erftt á götunum með því að keyra þétt að þem og jafnvel keyra alveg að afturdekkinu og flauta og athuga hvað gerist. Ég hef lent í þessu öllu, þeas öllum refsaðgerðum bílstjóra sem refsa hjólreðiamönnumm.
Samt í þessu tilfelli kemur barn úr göngustíg útá götu sem var ekki auðvelt fyrir bílstjórann að sjá og því litlu við hann að sakast í þessu tilefni og því fyrirsögnin á pistlinum ennþá ósanngjarnari því hún á enganvegin vði þetta tilefni.
En samt truflar mig alltaf að alltaf þegar fjölmiðlar fjalla um hjólreiðaslys þá eru það alltaf BÍLAR sem keyra á fólk og hjólreiðamenn ekki ökumenn ?
En samt er þetta dæmi alveg kjörið um aðstöðuleysi barna á Ísland til að komast til og frá staða. Auðvtað eiga engar gangstéttir að enda óvarðar hjá stórum götum eða bara götum almennt án þess að einhverjar grindur eða eitthvað séu til staðar til þess að hægja á börnum.
Það er ekki hægt að ætlast til þess að börn fatti að ekki sé hægt að haldr áfram þegar göngustíg líkur á meðan engar almennilegar fræðslur eiga sér stað í skólum um hvernig börn eiga að haga sér á hjólum.
Í Bretlandi fá börn kennslu í skólum um hvernig haga sér þarf á hjólum og þurfa að fá próf á hjólum til þess að verða boðleg í umferðinni.
Einhverjir á Íslaand myndu segja að umferð barna á reiðhjólum á Ísland ættu að vera á göngustígum og gangstéttum sem er gott og gilt en það eru ekki brýr og undirgöng allstaðar og börn þurfa að þvera götur.
Hjólaði á bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður punktur hjá þér og ég leyfi mér að benda á annan. Það er ekki sagt neitt um hvort barnið hafi verið með hjálm. Það er viðtekin venja þegar fluttar eru fréttir af reiðhjólaslysum hvort hjólreiðamaðurinn var með hjálm, svona smá snertir af pólitískum rétttrúnaði. Það vantar í þessari frétt.
Sigurjón Sveinsson, 15.7.2008 kl. 08:04
Sæll
Þú átt hrós skilið fyrir baráttu þína fyrir bættum aðstæðum hjólreiðamanna.
Ég hjólaði oft syðst úr Hafnarfirði inn í iðnaðarhverfi Garðabæjar og það var ekki tekið út með sældinni að finna stíga til að þræða svo maður þyrfti ekki að hjóla á stofnæðum.
Núna er ég búsettur í Danmörku og hér er hægðarleikur að hjóla allra sinna ferða áhyggjulaus.
Endurtek að þú átt hrós skilið.
Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 11:51
Í pappírsútgáfunni stendur (samkvæmt gagnasafni Moggans ) :
"BETUR fór en á horfðist þegar sjö ára drengur hjólaði í veg fyrir bifreið við gatnamót Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis á Akureyri í gær. Drengurinn hlaut skrámur í andliti og marðist lítillega en slapp að öðru leyti vel.
Að sögn lögreglunnar á Akureyri var drengurinn á talsverðri ferð þegar hann kom út á götuna, en mildi þykir að ökumaðurinn ók hægt og var með athyglisgáfuna í lagi. Ökumaðurinn snarhemlaði en kom þó ekki í veg fyrir árekstur."
Fyrir mér lítur út fyrir að bílstjórinn hafi ekið á drengnum. Staðreyndir málsins, þó að hann hafi auðvitað ekki gert það viljandi.
Svo er sagt "mildi þykir að... " Ef við værum að standa rétt að þessu væri bara eðlilegt að ökumaður hafi hemill á bíl sinn og með fulla athygli á akstrinum, frekar en að þetta þyki vera nánast "happ". Setur svona umfjöllun ekki gildismat okkar gagnvart öryggi barna í skrýtnu ljósi ?
Gaman að sjá að gestir hér taka undir með þér.
(Morten)
Landssamtök hjólreiðamanna, 15.7.2008 kl. 15:19
Man eftir álíka grein um daginn um svipað slys í Reykjavík.
Fyrirsögnin fjallaði um hvort undirgöng nálægt slysstaðnum ættu að vera betur merkt. Drengurinn fór yfir á gangbraut, sem var líka hraðahindrun, og þar var líka opnun í vegriði.
Það var vitnað í embættismann hjá Reykjavíkurborg, og eina sem hann hafði að segja var að e.t.v. ætti að merkja nálæg göng betur. Jú og auðvitað að hjálmar hefðu "margsannað gildi sitt".
Þetta atriði með hvort hjálmur hafi verið á hausnum, er svona til að draga úr alvarleika málsins. Eins og það sé ekki alvarlegt ef það er keyrt á mann, svo lengi sem maður sé með hjálm. Svona eins og "engan íslending sakaði", þegar fjallað er um hamfarir í útlöndum.
Árni Már (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 16:44
Þakka þér fyrir Páll. Alltaf gaman að fá jákvæð ummæli fyrir skrif sín og einnig þér Morten því það er gaman að síðan ég fór að blogga þá er gaman að sjá hvað margir virðast hafa skoðanir á slökum aðstæðum hjólreiðamanna hér á landi.
Það var samt athyglisvert að lesa "prent" útgáfuna af fréttinni hjá þér að þar keyrði ökumaðurinn á hjólreiðamann sem hjólaði í veg fyrir hann en í vefútgáfu hjólaði barnið á bílinn.
Þetta er akkúrat þessu brenglaða skynjun fjölmiðla og embættismanna á hjólreiðaslysum. Og Árni að ég er svo fullkomnlega sammála því að með eða án hjálms er grundvöllur allra frétta um slysin og í raun verið að víkja frá því sem öllu skipti máli.
Annað hjólreiðaslys varð á Akureyri þar sem "hjólreiðamaður" hjólaði á bíl með IPOD í eyrunum en það eina góða var að hann var með hjálm. Engin talaði um að bílstjórinn keyrði samhliða honum eða hvernig þetta bar né nein nánari útfræsla var gefin á aðstæðunum í fréttinni þá. Reyndar átti ég rosalega erfitt með að átta mig á hvað raunverulega gerðist en fróðari var ég þó um að hann var með hjálm og að tónlist skemmdi skynjun hjá honum og þar með boðskap lögreglunnar á staðnum eflaust komið á framfæri.
Vilberg Helgason, 15.7.2008 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.