Rispaðu bara helvítis bílinn krakki !!!

„Rispaðu bara helvítis bílinn" er setning sem ég hef oft langað að segja við 6 ára son minn sem er samviskusamari en allt og virkilega réttlátur og réttsýnn. En þegar ég hjóla með honum um gangstíga borgarnnar þá er ekki sjaldan sem bíl er lagt á öllum göngustígnum.

Oft er það þannig að einhver nennir ekki að labba of langt heim og velur því að leggja fyrir framan hús og notar allann stíginn. Svo er þegar bílar bila á götum þá er þeirra fyrsta val oft að taka allann göngustíginn til þess að tefja ekki hina bílana og jafnvel oft lagðir alveg uppað limgerði og engin leið framhjá nema fara á götuna.

Svo er ég náttúrulega oft að hjóla með 6 ára strákinn minn í borginn og ég þarf náttúrulega að huga að hans öryggi og sjá til þess að ekkert komi fyrir hann. Og ég hef hvorki nógu margar tær né fingur til að telja skiptin sem við höfum þurft á þessu sumri að fara framhjá bílum  sem eru algjörlega á gangstéttinni, ekki á grasinu frá götunni og yfir grasið og svo etthvað á gangstéttinni laust fyrir okkur en dæmi er eins og á Reykjavíkurvegi í dag þar sem einhver varð bensínlaus eða eitthvað og valdi að taka alla gangstéttina undir bílnn samt var þægilegt pláss á grasinu tl hliðar við götuna.

Eða þegar ég var að hjóla hjá Vikingsheimilinu þegar það var leikur þar um daginn og þessi fíni Dodge Ram lagði þvert fyrir leiðina til að að nota gangbrautina með hraðahindruninni yfir götuna. Svo var ég að hjóla í í Vesturbæ í vikunni með strákinn og þar var blár Land Cruiser 100% með gangstíginn sem var í rauninni sá eini stígurinn  til þess að komast frá nauthól að gróttuvita og það voru svona 60 cm frá limgerði innan við bílinn og svo var bara gatan.

Ég náttúrulega heyrði í samviskusama stráknum mínum þegar hann sagði „pabbi ég gæti rispað bílinn ef ég fer hérna megin" en hann hafði bara götuna á móti umferð ef hann færi hinu megin og mig langaði svo að segja „Þá risparðu bara helvítis bílinn" en í stað sagði ég „þú getur þetta alveg elskan, þetta er ekkert mál fyrir svona hjólahetju eins og þig"

En ætti ég að fá samviskubit eða láta eiganda bílsins vita ef strákurinn hefði orðið svo óheppin að rispa bílinn sem hann var sem betur fer  ekki. En uppreisnarseggurinn í mér segjir að hann hefði bara fengið það sem hann bauð uppá

En ég las á fínu bloggi Landssamband Hjólreiðamanna lhm.blog.is að Reykjavíkurborg væri með átak gegn bílalagningu á Gangstéttum. Og þá get ég kannski ennþá og einu sinni undirstrikað að smá steypa eða hellur meðfram götum eru GANGSTÉTTIR ekki hjólastígar og ekki úr vegi að borgin fari að færa mér og syni mínum einhverja svoleiðis til að auðvelda hjólreiðar okkar.

Góður fréttirnar fyrir GANGSTÍGA eru að það er komið átak gegn þess hjá borginni sjá hér

En í átakinu eru eftirfarandi auglýsingaskilti eða miðar eða hvað þetta verður.


barnavagninnminn.jpg

attuerfittmedgang.jpg

egerbarnogkomstekki.jpg

thettagengurekki.jpg


En hvað með börn á reiðhjólum og okkur hina ? oft sem áður gleymdumst við og erum ekki metin sem  samgöngumáti og eigum ekki okkar stað í umferðinni.

ÉG HEFÐI VERIÐ ÁNÆGÐUR MEÐ SKILTI SEM SEGÐI

Ég hjóla, ég menga ekki, ég bæti heilsu mína og þessir bílar hafa ENGAN rétt til að vera fyrir mér en öllum er skítsama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála ykkur báðum með þessi mál, og eru þau algerlega til skammar. Sem dæmi þá bjó ég við Ægissíðuna í vesturbæ Reykjavíkur og var þar bíl lagt uppi á gangstétt í um 1 viku án þess að vera hreifður og sá ég lögreglubíl keyra framhjá tvisvar sinnum án þess einu sinni að hægja á sér hvað þá að sekta bílinn.

Í sambandi við þessi skilti/ miða sem þeir ætla að setja á bílana í þessu "átaki" skil ég það ekki þar sem þetta fólk veit alveg að það er fyrir en er bara alveg sama. Er ekki betra að setja bara sektarmiða á bílana? það er það sem fólk skilur....

Svavar Örn Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég hef oft verið að íhuga að koma mér upp límmiðum sem ég myndi líma á framrúðuna á bílum.  Þá þarf fólk glersköfu til að ná honum af en bíllinn skemmist ekki.  Og merkilegt, að því stærri sem bílarnir eru, því tillitslausari eru ökumennirnir.  Það er t.d. einn stór rauður jeppi sem leggur undantekningarlaust hálfur upp í stæði, hálfur yfir gangstéttina og svo skottið út á götu.  Þetta er í götu nálægt mér sem krakkar labba oft eftir.  Það er oft laust bílastæði alveg við húsið, en bara miklu gæjalegra að jeppast aðeins yfir gangstéttina en þurfa að labba tvo metra í viðbót.  Ég held samt að ef svona miðum er stungið undir rúðuþurrkuna, þá muni jeppaliðið bara láta þá þjóta burt í vindinum.  Því er skítsama.

Ég var einmitt að kenna mínum 9 ára að fara yfir götu, og af því leiðin var illfær, þá fórum við af baki, en á miðri leið var komið rautt ljós.  Við höfum rétt til að klára að fara yfir götuna, en einhver gaur á hvítum stórum jeppa nennti nú ekki að bíða á meðan við snigluðumst yfir og nánast keyrði á okkur til að komast 10 sekúndum fyrr á leiðarenda.  Það var tvöföld beygjuakrein og allir hinir stoppuðu fyrir okkur eins og þeir áttu að gera.

Hjóla-Hrönn, 16.7.2008 kl. 15:40

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Góð hugmynd hrönn með límmiðana. Ætti að bæta nokkrum A4 límmiðum í hjólatöskuna til að skella á bílrúður þessara bíla. Það er ekki nóg að þeir séu fyrir okkur heldur birgja þeir einnig útsýni og skapa hættu. Kannski það væri ráð að skella einum góðum á framrúðuna hjá þeim. Enda myndu einhverjir dreifimiðar bara auka sóðaskap þar sem þeir myndu eflaust henda honum til hliðar við bílinn.

En að sjálfsögðu á maður ekki að skemma neitt eða rispa bílana en samt er líka spurningin þegar barn hjólar utan í bíl hver eigi að vera ábyrgur ? Á ég sem foreldri barns að þurfa að bera kostnað af viðgerð bílsins eða er þetta vítavert gáleysi af hálfu bílstjórans. Ég veit hvað lögin segja en í þeim er bara verið að hvetja til svona framkomu. Að sama skapi er eigandi bílsins ekki ábyrgur eða sakhæfur ef barn þarf að fara útá götu vegna þessarra aðstæðna og verður fyrir bíl.

Vilberg Helgason, 16.7.2008 kl. 21:44

4 Smámynd: Hjördís Jóna Kjartansdóttir

Mikið er ég ánægð að það eru fleiri en ég sem hafa fengið hugmyndina um límmiðana. Þegar ég fór fyrst að tala um þessa hugmynd við manninn minn (ekki hjólamaður) þá fannst honum að ég væri stórskrítin. Ég hef ennþá ekki gengið svo langt að rispa bílana en ég nota oft tækifærið ef bíllinn er ekki alveg hreinn að skrifa skilaboð til eigandans. Annað sem fer ótrúlega í taugarnar á mér er þegar maður stendur við gangbraut og bíður eftir grænu ljósi og þegar það svo kemur þá kemst maður ekki yfir því að það er bíll stoppaður þvert yfir gangbrautina. Þá stenst ég aldrei mátið og læt flatan lófan skella á bílnum um leið og ég treð mér framhjá. En límmiðarnir eru frábær hugmynd.

Hjördís Jóna Kjartansdóttir, 17.7.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband