Góð hugmynd og leiðinlegt ef þeir gugna

BycyklerSorglegt að Vodafone þurfi að innkalla öll hjólin sem þeir ætluðu lána út á landinu. Eina skilyrðið sem var fyrir notkun hjólanna var jú að vera merktur Vodafone í bak og fyrir sem er gott og blessað.

En til þess að svona gangi upp þurfa hjólin að vera boðleg og viðhaldslítil. Það virtist ekki hafa verið raunin í þessu tilfelli því þeir kvarta yfir fyrirhöfn við viðhald og kostnað vegna þess.

Það er því miður þannig að léleg hjól þurfa mera viðhald og það sama er þegar þau eru orðin flóknari. Svona hjól þurfa að vera eins einföld og hægt er.

Svona hjól hafa almennt gefist vel þar sem þetta hefur verið reynt eins og í Kaupmannahöfn og víðar og vonandi að þetta komist sem fyrst á aftur hérna á Íslandi. Það besta við þetta verkefni var að þetta var ekki bara í Reykjavík heldur útum allt land.

Ég vil bara hvetja Vodafone til þess að bæta hjólin og koma þeim aftur í umferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband