Ég sá fyrirspurn á einum af spjallvefjum landsins sem ræða hjólreiðar þar sem útlendingur var að spyrja hvað metið væri að hjóla hringveginn á Íslandi.
Er þetta ekki eitthvað sem vantar að skrá á Íslandi. Fá litlu kaffistofuna til að halda utan um metið eins og litli pöbbinn í bretlandi sem er með nöfn Ermasundsmanna og tímana þeirra. Þetta væri eitthvað sem gaman væri að takast á við næsta sumar að keppa um hringjametið.
Svo er náttúrulega spurning um reglur. Er maður með farangur sjálfur, gistir maður á hóteli, er einhver með allt dótið fyrir mann á bíl eða hverjar eru aðstæður við viðkomandi að hjóla hringinn.
En það væri gaman að fá athugasemdir ef einhver hefur hjólað hringinn eða veit nafn og tíma á þessarri leið svo hægt væri að finna einhvern methafa.
Athugasemdir
Góð hugmynd hjá þér að skrá svona met, eða halda hjólatíma á hringnum til haga.
En fyrir alla muni hafa þetta einfalt. Bara tímann sem það tekur að hjóla frá því farið var yfir einhverja línu og þar til hjólað var yfir hana um 1.300 km seinna.
Skiptir engu hvort menn voru með mat og föt í bakpoka eða þáðu slíkt úr bíl sem fylgdi eða snæddu á matsölustöðum meðfram leiðinni. Skiptir engu hvort þeir sváfu í tjöldum eða hótelum. Svoleiðis flokkun verður hver og einn að hafa fyrir sjálfan sig, annars verða hlutirnir alltof flóknir. Einfaldleikinn er bestur og skiljanlegastur.
Ágúst Ásgeirsson, 23.7.2008 kl. 17:02
Góð hugmynd - en þar sem það er svo mikið af svindlurum er þetta ekki svolítið erfitt í framkvæmd ? Auðvelt að fá far með bíl til að stytta sér leið
En það mætti koma upp svona túrde Ísland keppni setja upp dagleiðir og flott
Rúnar Haukur Ingimarsson, 23.7.2008 kl. 18:01
Ég er byrjaður á að hjóla, þetta er fáránlega gaman.
S. Lúther Gestsson, 23.7.2008 kl. 20:15
Góð hugmynd, sniðugast væri að láta fólk skrá sig í Select Ártúnshöfða, það er á báðum leiðum
En það er tvennt sem ég verð að nefna, annað er hjálmanotkun reiðhjólamanna, sjálf nota ég ekki hjálm þegar ég skýst í stuttan hjólatúr eða út í búð (þarf að venja mig á það). Nú keyri ég yfir Hellisheiði nokkrum sinnum í viku og síðast í gær í rigningu og þoku tók ég eftir að margir sem voru á hjólum notuðu ekki hjálma.
Hitt sem ég þarf að tjá mig um er að sl sunnudag skellti ég mér á Hveravelli í skot túr, vegurinn var mjög þurr og eins og þvottabretti á köflum. Á leiðinni var fólk á hjólum sem oftar en ekki teymdu þau vegna slæmra aðstæðna. Flestir voru sótsvartir í framan af ryki og þeir sem nálguðust Hveravelli voru nánast að gefa upp öndina. Ætli fólk geri sér nokkra grein fyrir erfiðleikum þessarar leiðar? Eða er það bara partur af programmen?
Æji þetta eru bara svona vangaveltur mínar og vegna tímaskorts get ég´ekki tjáð mig meir
Solveig Pálmadóttir, 24.7.2008 kl. 11:00
Sólveig. Það meiðist fleiri á höfði heima hjá sér eða í bíl en á hjóli. Væri ekki sniðugt að ALLIR væru ALLTAF með hjálm.
Noti hástafi í gríni. En svona er venjam hjá furðu mörgum að haga sér þegar þeir vilja deila visku sinni (studd enga vísindi ne neitt ) um að það sé bráðnauðsýnlegt að allir séu alltaf með hjálm - á reiðhjóli.
Annars er önnur færsla hjá Vilberg um hjálma, sem hann stofnaði jannski eftir að jhann sá athugasemdina frá þér. Getum fært umræðuna þangað.
Um erfiðleika við að hjóla eftir þjóðvegum : Það þarf að sjálfsögðu að gera betur ráð fyrir umferð hjólreiðamanna. Eins fáranlegt og það sé, hefur ríkið í áraraðir lagt fullt af fé til reiðvega meðfram þjóðvegi, en ekki aur til lagningu göngu og hjólastíga ( hvað þá hjólreiðabrauta).
Ekki einu sinni þar sem breikkun og hraðaaukning á þjóðvegium Vegagerðarinnuar hafa stórlega skert aðgengi heilbrigðra samgangna og meir að segja í þéttbýli.
Sem sagt í Samgönguráðuneytinu ( ég endurtek samgöngu- ) eru hestar í dreifbýli miklu , miklu hærri skrifaðir en gangandi og hjólandi í þéttbýli og almennt.
Morten Lange, 25.7.2008 kl. 11:42
Um metið um hringveginn :
Ég var að leita á netinu og sá að einhver sagðist hafa farið þetta sjálfbjarga með farangri á níu dögum. Ef farið er með fullt stuðningslið, þá geta örugglega sumir náð amk 300 km á dag ? 4-5 dagar þá ?
Morten Lange, 25.7.2008 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.