Ég verð nú að viðurkenna að það verður spennandi að vita hver verður í forsvari fyrir samgönguráð borgarinnar eftir þetta.
Gísli hefur verið duglegur að tala upp hjólreiðar og meira að segja að hjóla sjálfur. Tók meira að segja hjólreiðasumarfrí í Frakklandi í sumar ef ég man rétt úr viðtali við hann í 24.
Gísli hefur verið talsmaður allra áætlana tengdum hjólreiðum í Reykjavík undanfarna mánuði og verið mikið áberandi og mjög duglegur að tala um hvað Grænu skrefin ætli að gera fyrir hjólreiðamenn sem er gott og blessað. Ég sem hjólreiðamaður og áhugamaður um samgöngur á reiðhjólum vill náttúrulega sjá Róm byggða á einni nóttu og athuga útum gluggan á hverjum morgni hvort eitthvað hafi gerst í þessum málum.
Það er bara vonandi að næsti formaður samgönguráðs verði jafn áhugasamur um hjólreiðar og Gísli var og ég geti athugað útum gluggann og séð eitthvað af nýja hjólastígnum frá Ægissíðu að Reykjanesbraut rísa.
Gísli Marteinn hættir í borgarráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.8.2008 | 09:33 | Facebook
Athugasemdir
Mig langar að spyrja þig um annað óskylt: Veistu hvað líður áformum um sérstaka hjólreiðastígi á Hellisheiði og Sandskeiði? Ég hjólaði frá Hveragerði til Reykjavíkur um daginn og taldi mig vera í stórhættu frá virkjuninni að Litlu kaffistofunni.
Ástæðan er hvað renningurinn við hliðina á götunni er mjór. Nú er búið að mjókka hann enn meira með því að fræsa úr malbikinu ca. hálfan metra. Það gerir það að verkum að ræman sem hægt er að hjóla á mjókkar enn meir og eiginlega neyddist ég til að hjóla á götunni, sem er stórhættulegt.
Ég veit að þetta er gert til að vekja ökumenn sem dotta við stýrið og eru á leið út af veginum. Ráðamenn virðast halda að fyrst þeir eru sjálfir sofandi við stýrið á þjóðarskútunni hljóti allir ökumenn suðvesturhornsins líka að vera sofandi við aksturinn.
Theódór Norðkvist, 13.8.2008 kl. 11:43
Sæll Theódór
Það er í vinnslu svokölluð hjólaræma sem kemur samhliða tvíbreikkun suðurlandsvegar og verið er að klára að útfæra hana.
Landssamband Hjólreiðamanna er búið að vera að fara yfir þetta og verður með kynningarfund um þetta þar sem myndir og lega stígsins vera sýnd.
þú getur lesið meira um þetta á www.lhm.is en svo fleiri lesi ætla ég að skella tilkynningunni af heimasíðunni þeirra hérna inn líka.
Af síðu www.lhm.is:
Nú er mikilvægt að sem flest hjólreiðafólk sjái sér fært að mæta í klúbbús Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2 n.k. fimmtudag 13. ágúst, kl. 20:00
Kynntar verða hugmyndir um fyrirhugaða hjólreiðabraut milli Reykjavikur og Hveragerðis í máli og myndum.Að ýmsu ber að hyggja og er mikilvægt að stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna fái skýr skilaboð um hvað sé vilji hjólreiðafólks í þessum efnum. Verður farið yfir alla framkvæmdinar allt frá grófleika slitlags yfir í leiðarval. Á vef Línuhönnunar má lesa um tvöföldun Suðurlandsvegar .
Allir eru velkomnir. Hafið með ykkur gesti. Heitt verður á könnuni.
Kær kveðja, Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna
Vilberg Helgason, 13.8.2008 kl. 11:51
Takk fyrir svarið, Vilberg. Gott að vita þetta. Því miður kemst ég ekki á fundinn.
Theódór Norðkvist, 13.8.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.