37.000 bílar á dag um Reykjanesbraut 2024

Það er alltaf jafn gaman að áætlaðri  umferðaraukningu á Íslandi. Menn eru að byggja vegi, gera mislæg gatnamót og undirbúa allt sem best svo hægt sé að taka við meiri bílaumferð.

Þetta er gert á meðan í öllum nútímaborgum Evrópu er allt gert til að draga úr bílaumferð og þar með mengun og viðhaldskostnaði.

Auðveldustu leiðirnar til að draga úr bílaumferð eru ekki að bæta aðstæðurnar til þess að bíll verði fyrsta val þegar ferðast á á milli tveggja staða.

Á sama tíma og engin fæst til að nota strætó og þeir ætla að stórfækka ferðum sem náttúrulega ýtir undir notkun einkabílsins er verið að fjölga akreinum útum allt.

Væri ekki málið að hugsa 2024 sem árið þar sem lest verður komin til Keflavíkur, Strætó eigi sínar forgangsakreinar sem teknar eru af einkabílnum og verði með tíðari ferðir og almennilegir hjólastígar komnir milli hverfa og sveitafélaga. Þá getum við hætt að hugsa um þessa svifryksmengun, dísilmengun og bensínmengun.

 


mbl.is Draga verður úr rykmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Heyr, heyr !

Morten Lange, 19.8.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband