Fatlaðri stúlku synjað um heilbrigða hreyfingu á Íslandi

Það var athyglisvert að fylgjast með umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 í gær og svo aftur í kvöld varðandi umsókn foreldra um að barn þyrfti að fá þríhjól sem hjálpartæki frá Tryggingarstofnun þar sem hún ætti við jafnvægisröskun að stríða og gæti því ekki hjólað á tvíhjóli.

Nú þekki ég náttúrulega ekkert til þessarrar fjölskyldu né veit neitt um fötlun stúlkunnar.  Svo eru menn ekki alveg sammála um hvort henni hefði verið synjað á þeim försendum að hún væri of þung til að fá svona hjól.  Varðandi þyngdina þá veit ég allavega að hún þarf að vera yfir 120 kg til að eðlileg þríhjól gætu farið að lenda í vandræðum með hana.

En það sem í raun skiptir máli hérna að mínu mati er að það er verið að synja barni frá eðlilegri hreyfingu og eðlilegum hreyfiþroska því fyrir börn eru hjólreiðar stór þáttur í þroska þegar kemur að samhæfingu , styrkingu stoðkerfis og fyrirbyggingu yfirþyngdar.

Þríhjól eru einhver besta uppfinning sem til er fyrir hreyfihamlað fólk. Þau eru til í mismunandi úrfærslum og henta misvel hverjum einstakling.  En þau eru misdýr og yfirleitt ekki ódýr. Samt er kostnaður við þríhjól á Íslandi fáránlegur miðað við það sem það gæti verið því bæði leggur ríkið 10% toll og svo 24,5% virðisaukaskatt á hjólin. Þrátt fyrir að þau geri ríkinu ekkert annað en gott því hjólreiðar draga úr sjúkdómum, styrkja stoðkerfið og draga úr mengun. Ef við tækjum svona 300.000 kr. Þríhjól og tækjum þessi gjöld af þá væri kostnaðurinn frekar 220.000 en 300.000 og er þá eftir að gera ráð fyrir tolli og virðisaukaskatti af flutningsgjöldum á leið til landsins.

En fyrst ég er byrjaður að tala um þríhjól ætla ég að sýna smá úrfærslumun á þríhjólum:

3-Wheeler
Þríhjól af gamlaskólanum erum eins og gömlu góðu þríhjólin sem maður hjólaði á sem smápatti með 1 hjól að framan og 2 að aftan nema það er komin keðja, bremsur og jafnvel gírar. Þessi útfærsla er sniðug og hentar sumum ágætlega

Windcheetah-1
Svo er þessi úrfærsla þar sem hjólreiðamaðurinn situr eins og í hægindastól og stígur fótstigin mun framar og þar með hentar hjólið fólki með stoðverki og jafnvel verki í öxlum og hálsi enda sætið yfirleitt komið með hnakkapúða og áreynslan allt öðruvísi en á venjulegu hjóli.

Svo eru náttúrulega til fleiri útfærslur en að sjálfsögðu á ekki að taka þá frá barninu að fá að hjóla þó ekki sé hægt að kaupa 20.000 kr hjól í byko þar sem hún þjáist af einhverjum vandræðum með jafnvægi eða líkamann. Tryggingarstofnun á að sjá til þess að öll börn sem ekki ráða við tvíhjól fái unnið í sínum málum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég innilega sammála þér, ég lenti í þessu brasi á sínum tíma með elsta strákinn minn, en þá var það ekki Tryggingast sem var hindrunin heldur Greiningastöð ríkissins, því það þurfti allavega þá að fá uppáskirft  til að geta sótt um, sem var í því tilfelli sérstök hjálpardekk á venjulegt hjól. Þeim fannst það víst fáranlegt að ég skildi ætlast til að hann gæti hjólað. Heimilislæknirinn sótti síðan um fyrir hann, og viti menn 3 árum seinna var hann farin að hjóla án hjálpardekkja, drengurinn sem ekki var treyst til að hjóla með hjálpardekkjum kv

(IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband