Hjólalestir og Tjarnarspretturinn 2008

Núna er komið að því að bestu götuhjólreiðamenn landsins leiða saman hjólhesta sína í æsilegustu og skemmtilegustu götuhjólakeppni ársins. Í ár er von á metfjölda áhorfenda þar sem hjólalestir hafa aldrei verið fleiri sem leggja leið sína frá öllum hlutum höfuðborgarsvæðisins að tjörninni til að sjá þennan spennandi viðburð.

Fyrirkomulag keppninnar er þannig að skipt er niður í karla og kvennaflokka og hjóla karlar 15 hringi í kringum tjörnina á meðan konur hjóla 10 hringi. Úrsláttarfyrirkomulag er á keppninni sem virkar þannig að ef fremsti maður fer frammúr keppanda sem kominn er hring á eftir þarf sá sem farið er framúr að víkja úr brautinni næst þegar hann fer yfir ráslínu.

Keppnin er einstaklega hröð og spennandi því beyjur eru krappar og hægt að ná miklum hraða og voru hröðustu keppendur í fyrra á yfir  40 km. meðalhraða í brautinni. Götunum í kringum tjörnina er lokað og fá því keppendur að njóta sín í brautinni og áhorfendur að njóta frábærrar skemmtunar.

Hanna Birna borgarstjóri ræsir keppnina við ráðhúsið klukkan 14:30 á laugardaginn en húsið opnar klukkan 13:00 og skráning fer fram klukkan 13:30. Þáttaka í keppninni er í boði Samgönguviku og þáttaka því ókeypis. Við viljum við hvetja alla götuhjólamenn að taka þátt.

Í Ráðhúsinu verður einstaklega fjölskylduvæn dagskrá og mun leikarinn Felix Bergsson sjá um að stytta fólki stundir auk þess sem færustu Freestyle hjólasnillingar landsins verða með hjólasirkus inní Ráðhúsinu strax að keppni lokinni og fram að verðlaunaafhendingu.

Hér má svo sjá tímasetningar og hvaða hjólalestir leggja af stað sem enda svo á Tjarnarsprettinum eftir að hafa sameinast í Nauthólsvík

11:30     frá Hafnarborg í Hafnarfirði
12:10     frá Sjálandsskóla í Garðabæ
12:50     frá Gerðasafni í Kópavogi
11:30     frá nýja Miðbæjartorginu í Mosfellsbæ
12:00     frá Hallsteinshöfða í Grafarvogi
12:30     frá Minjasfni Orkuveitunnar í Elliðaárdal
13:00     frá Vesturbæjarlaug
13:45     Allir hjóla saman frá Nauthólsvík að Ráðhúsi Reykjavíkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Ekki er Tjarnarspretturinn  opinn fyrr mig á Bromton "vasa-hjóli"  í ár ?  Sem sagt fyrir hvern sem er á reiðhjoli án hjálparmótors og kallar sér götuhjólamaður ?

Morten Lange, 18.9.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Góður punktur... :)

 það er reyndar ekkert í reglunum fyrir þetta mót sem bannar að menn mæti með rafmagnshjól í keppnina... Við skilgreinum götuhjól sem reiðhjól sem er á mjóum dekkjum og með hrútatýri... svona Racer eins og það kallast og notað er í Tour de France.

En ef þú mætir með hjálparmótorinn þyrfti ég líklega að semja einhverja nýja reglu á staðnum ;)

Vilberg Helgason, 18.9.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband