Þetta er búið að vera viðhorf margra undanfarin ár. En hvernig má skýra það ?. Ekki hugmynd hvaðan þetta er komið því í öðrum löndum hjólar fólk sama hver efnahagur þeirra er en ég hef samt svo oft heyrt þetta eða fengið þetta í commentum að "sérvitringar og fátæklingar hjóla".
Er ekki hægt að leggja þetta á sama veg með allt pakkið sem skokkar daglega... Djísus hefur það ekki efni á líkamsræktarkortum og getur hlaupið á einhverjum brettum eins og almennilega efnað fólk. Svo ég noti orð "útrásarelítunnar í bankageiranum" er þá ekki að hlaupa úti "apaskokkleiðin" eins og að fljúga á almennu farrými "aparýmið"
En ég er hvorki fátækur né ríkur né nokkur sem ég hjóla með. Enda eru hjólreiðamenn og þeir sem nota hjólreiðar sem samgöngur eða sér til ánægju eða heilsubótar ekki einhver þjóðfélagshópur, efnahagshópur eða trúarhópur.
Þetta er bara fólk sem hugar ýmist að lengra lífi, betri heilsu, sparnaði, ánægju, hamingju, hugarhreinsun, fitubrennslu, félagsskap, fyrirmyndir fyrri börn, að bæta sig, vera umhvervisvænni, þurfa bara einn bíl, þurfa engan bíl, styrkja æðakerfi, styrkja hjartað, styrkja sinar, styrkja liðamót og bara nefndu það því hjólreiðar eru eitthvað gagnlegasta samgöngu, íþrótta, áhugamál og sparnaðarráð sem hægt er að finna.
Af hverju er fólk að setja hjólreiðamenn í einhverja hópa á Íslandi á meðan í öðrum löndum hjólar bara fólk af því það velur sér það og fær virðingu fyrir.
Er ekki málið að allir fari að hjóla og spara pening, bæta heilsu, og aðallega hafa gaman að.
Það byrja sem dæmi æfingar fyrir alla hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur 23. okt næstkomandi fyrir alla. Ekki bara einhverjar íþróttahetjur, súpergranna eða fólk með gott þrek klukkan 18.15 og alllir geta mætt. Af hverju ekki að mæta og prófa og fá ráðleggingar um hjólreiðar og njóta góðs félagsskapar og eyða áhyggjum dagsins og mæta stoltur af sjálfum sér heim.
Athugasemdir
Þú ert bara sérvitríngur
Rúnar Haukur Ingimarsson, 9.10.2008 kl. 21:40
erum við það ekki öll..... en þegar kemur að hjólreiðum hefur sérvitni ekkert með það að gera....
ps þú ert bara nörd eins og ég RHI ;) en samt getum við báðir hjólað heheh
Vilberg Helgason, 9.10.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.