Það kom skemmtilega á óvart að Viðskiptablaðið var fyrst fréttamiðlanna með fréttirnar um bætta aðstöðu hjólreiðamanna í Reykjavík, kannski fór þetta framhjá mér annarsstaðar en held ekki. Ætli ég fari ekki að lesa VB.is meira í kjölfarið. En innihald þessarar fréttar er vonandi upphafið af því sem koma skal og vil ég óska Reykjavík til hamingju með þetta skref í rétta átt.
Núna fækkar bara ástæðunum til að hjóla ekki og vonandi sé ég sem flesta á þessum slóðum í framtíðinni, og auðvitað á Reiðhjóli. En hér má sjá frétt vb um málið eða að lesa hana hér að neðan orðrétt. Frétt um þetta á reykjavik.is má svo sjá hér
Frétt VB.is:
Undanfarið hefur verið unnið að bættum samgöngum fyrir reiðhjólafólk í Reykjavík. Nú standa yfir reiðhjólamerkingar á Suðurgötu og á Einarsnesi.
Starfsmaður Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar fór í hjólaferð á laugardaginn, kannaði hjólreiðastíga og -merkingar og ræddi við hjólreiðafólk. Eitt af grænu skrefunum í Reykjavík felst í því að bæta aðstæður fyrir þá sem vilja nota reiðhjólið sem samgöngutæki og standa því yfir merkingar á nokkrum götum í borginni. Nú er verið að mála hjólareinar vestan Suðurgötu, um Einarsnes og að hjólastígnum í Skerjafirði. Slíkar merkingar verða einnig settar á næstunni á Langholtsveg og Laugarásveg.
Tvöföldun Ægisíðustígins er langt komin en þar verða sérreinar fyrir hjólandi og gangandi til að greiða þeirra samgöngur.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar.
Flokkur: Samgöngur | 12.10.2008 | 20:51 (breytt kl. 20:53) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.