Í dag er Evrópski umferðaröryggisdagurinn og hann er tileinkaður mér og mínum

Í dag 13. október er haldinn evrópskur umferðaröryggisdagur, sem tileinkaður er umferðaröryggi í borgum. Umferðarstofa hefur ákveðið að helga daginn öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Svona hefst frétt á vef umferðarstofu sem sjá má hlekk í neðar í færslunni.

EN þetta er merkilegur dagur í dag og jafnvel enn merkilegri með tilliti til þess að ákveðin vakning er búin að vera í hjólreiðum  í sumar og svo aftur í haust.

Margt skemmtilegt er að gerast í tenglum við þennan dag eins og formleg opnun hjólavísa við Suðurgötu og á Einarsnesi.

Síðan eru nemendur að úskrifast í 2. stigi af hjólafærni í dag líka.

En hjólafærni er verkefni sem sett var af stað í vor þar sem kennari frá Englandi var fengin til að koma og mennta kennara til hjólafærni á Íslandi. Það heppnaðist vel og góður hópur úskrifaðist í Bikeability sem á Íslensku var fært sem Hjólafærni.

Núna eru fyrstu nemar íslensku kennaranna að útskrifast frá Álftamýrarskóla og vel hefur tekist til og eru þeir komnir með 2. stig.

Mig langar að óska Landssamtökum Hjólreiðamanna innilega til hamingju með þennan áfanga og auðvitað þeim kennurum og nemendum sem eiga glaðan dag í dag.

Hægt er að fræðast meira um hjólafærni á heimasíðu Íslenska Fjallahjólaklúbbsins

Og svo er náttúrulega að muna að reyna að nota annað en einkabílinn í dag og fara stuttu ferðirnar á hjóli eða gangandi. Það er alltaf gott að byrja á þeim og bæta svo í.

Hér má sjá frétt um daginn á umferðarstofu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Þakka þér kærlega.

Og ég er svo innilega sammála þér með farsímaliðið... Það er oft nógu erfitt að sjá aðra umferð svo maður sé ekki að dreyfa huganum um of.

Það hafa allavega engar fréttir borist af slysum á gangandi eða hjólandi umferð í dag, enda sem betur fer alveg ótrúlega fátítt að hjólreiðamenn slasist á Íslandi.

Vilberg Helgason, 13.10.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband