Fá lánaða tengivagna í matvörubúðinni

bob_trailer_ibex.jpgÞað var gaman að lesa að verslunin Waitrose í 22.000  manna bænum Kenilworth í Englandi vildi leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið og hvetja fólk til hreyfingar. 

Waitrose verslunin fór og keypti allnokkra tengivagna fyrir reiðhjól og lánar viðskiptavinum sínum sem koma á reiðhjólum í verslunina gegn framvísun kortanúmers.  Vel hefur verið tekið í þetta og fólk strax farið að gera pantanir á kerrunum eða nýta sér að mæta á svæðið og grípa eina með heim. Eini gallinn við þetta er að þurfa að skila kerrunni aftur en í bensín sparnaði og útfrá heilsulegum sjónarmiðum held ég að sá tími sem fer í það verði seint tekin til taps.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínt að breyta gömlu barnakerrunni í tengivagn eins og þessi

http://www.instructables.com/id/A-bike-trailer--Thats-unheard-of/

atli (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Snilld! :)

Róbert Þórhallsson, 10.11.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband