Hættulegt: bönd strengd yfir útivistarstíga í gríð og erg

Nú er svo komið að fólki á útivistarstígum hefur fækkað með kólnandi veðri. Það hefur sína kosti því fyrir okkur hjólreiðafólk þá getur maður hjólað í minni umferð á þessum stígum og því farið hraðar yfir. Þetta er samt ekki allt sólskin og sleikipinnar því svo virðist sem hundaeigendur séu ekki sérlega varir um sig og skapa hjólreiðamönnum hættu með framferði sínu.

Nú er ég ekki að segja að þetta sé viljandi eða kæruleysi hjá þeim heldur bara fattleysi. Það er að þeir standa á öðrum hluta stígsins og hundurinn utan við stíginn hinu megin og þessi útrennanlegu hundabönd strend í milli. Þetta getur skapað hættu fyrir alla 3 sem að koma, hjólreiðamanninn, þann sem  heldur í hundinn og svo hundinn sjálfann.

Því langar mig að beina þeim tilmælum til hundaeigenda að passa sig á þessu, þeas að vera með hundaböndin strengd þvert yfir hjólastígana.

Með fyrirfram þökk.

Svo ef einhver veit hver er ábyrgur í svona tilfelli væri gaman að fá athugasemd um það. Ef ég myndi t.d. hjóla á band og hundurinn slasast eða eigandinn væri ég  þá ábyrgur eða ef að ég slasa mig er þá hundaeigandinn ábyrgur ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má beina þeim tilmælum til hjólreiðafólks að hringja bjöllunni (sem fæstir eru með) þegar þeir sjá fólk með hunda. Yfirleitt kemur reiðhjólafólk aftan að manni á mikilli ferð og er þá erfitt að forða sér og hundinum.

Sigrún (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Morten Lange

Tek undir þessum tilmælum um að nota bjölluna, en samt með fyrirvara.  Maður getur því miður ekki treyst á bjölluna. Nokkrir punktar :  1. Margt fólk gengur íðulega með tónlist í eyrunum, og heyra því illa í bjöllurnar.  2. Sumt fólk heyrir illa og sumar bjöllur eru einum of "kurteisar"  3. Sumt fólk þykir það dónalegt ef maður notar bjölluna ítrekað til að tryggja að fólk hafi heyrt.  Kannski sérstaklega ef hjólreiðamaðurinn er á fulla ferð.  4. Stundum er erfitt að vera viss um að maður hafi túlkað viðrögð annarra vegfarenda rétt.  Fleiri hafa lent í því að oftúlka hreyfingu sem benti til þess að gangandi væri búinn að heyra, en svo lenda í því að viðkomandi sé allt í einu að færa sér í "vitlausri" átt. 

Aðgreindir hjólabrautir er það sem við þurfum, og að fólk viðurkenni kosti þess að hjóla á götu.

En á samnýttum stígum verðum við öll að vera kurteis og ekki fara of hratt. Kurteisi hundaeiganda felst meðal annars í því að vera sömu megin  og hundurinn.  En kannski helst að halda hundinn  réttu megin við sér, og / eða í stuttu bandi  ? 

Varðandi spurningu þinni, Vilberg, um hver beri ábyrgð ef hjólareiðamaður óvart lendir á hundaóli  sem er strekt yfir stiginn, þá er hún athyglisverð.  Hin gangandi er "veikari"aðilinn, þeas. sá sem síður veldur skaða með sínum skriðþunga.  En þegar hundur kemur inn í myndinni, og honum ekki er stjórnað, flækist málið ef til vill. 

Morten Lange, 27.10.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband