Norðmenn eru að mörgu leiti á undan okkur Íslendingum. Sérstaklega þegar kemur að samgöngum og þá meina ég vistvænum samgöngum. Norðmenn ákváðu fyrir nokkru að þeir skyldu draga úr bílaumferð ólíkt Íslendingum sem hafa lagt allt kapp á að gera veg einkabílsins sem vænlegastann.
Þegar Norðmenn ákváðu að draga úr notkun Einkabílsins þurftu þeir að velja hvaða kostir væru bestir í þeim efnum og komust að því að best væri að fá fólk til að hjóla. Og á það við jafnt í suður sem og norður Noregi.
Til þess að fá fólk til að hjóla ákváðu þeir að setja í gang kraftmikla hjólreiðaáætlun sem hækka átti hlutfall þeirra sem veldu reiðhjól til styttri ferða úr 4% í 8%. Ein aðaláherslan var að setja hjólastíga meðfram stofnbrautum og þegar ný hverfi og götur væru byggðar skyldi hjólreiðastígur vera í forgangi og svo leið bílsins fundin út sem annar kostur. Á Íslandi er bílinn númer 1. 2. og 3. og svo kemur gangandi umferð og síðan hjólreiðamenn í restina og í raun varla til.
Hvatning til hjólreiða og betrumbætur samgangna hafa gengið svo vel að Norðmenn eiga orðið 2 af 11 hjólavænustu borgum heims.
Ég er ekki með þessum pistli að segja að ég sé fylgjandi ríkjasambandi við Noreg heldur bara að horfa í draumsýn hjólreiðamannsins ef að þessu kæmi. ÞEAS að það ætti náttúrulega að vera krafa Norðmanna að Íslendingar tækju upp hjólreiðaáætlunina kæmi til svona samands enda hafa Norðmenn reiknað það út að það spari ríkinu 500.000 kr á ári hver manneskja sem leggur bílnum og tekur hjólið upp í staðin.
Athugasemdir
Ekki rís metnaður þinn í háar hæðir. Ef þú getur hjólað þá virðist þér skítsama um allt annað.
Eftir sjálfstæði frá upphafi landnáms fórnuðu Íslendingar sjálfstæðinu fyrir tittlingaskít og gengu Noregskonungi á hönd 1262. Það tók okkur 682 ár að endurheimta sjálfstæðið. Og nú 64 árum síðar vilt þú kasta því aftur í greipar Norðmanna, svo þú getir hjólað. Synd væri að segja að þú verðlegðir þig hátt, væni.
Það er til lausn á þessu, sem hentar öllum vænti ég. Þú gætir t.d. flutt út í drauminn og persónulega gengið í samband við Noreg. Þú gætir svo kallað hvað sem er, ríkjasamband, ástarsamband o.s.f.v.
Góða ferð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2008 kl. 13:39
Ég held nú að norðmenn séu lítið skárri en íslendingar hvað þetta varðar. Eins og þú segir í pistlinum þínum þá eru uppi áætlanir um að bæta umferð hjólreiðafólks hér. Við sem hjólum sjáum ekkert til þessara framkvæmda og þetta eru bara loforð eins og í Reykjavík. Að norðmenn hafi tvær af 11 hjólavænlegustu borgum í heimi skilur enginn okkar hjólreiðamanna hér í Noregi. Ef ég man rétt þá voru það Þrándheimur og Sandnes sem komust á listann. Ég bý í Stafangri og hjóla mikið um Sandnes og hef einnig þvælst mikið um Þrándheim, ástandið í þessum tveimur bæjum er lítið betra en í Reykjavík.
Johann B Olafsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:45
Axel.
Lastu síðustu málsgreinina?
Árni Már (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:46
Árni Már, já ég gerði það. Og las hana 3var aftur, og skilningur minn á greininni í heild er óbreyttur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.10.2008 kl. 14:37
Við getum haft samvinnu við Norðmenn um gjaldeyrismál án þess að taka upp formlegt "ríkjasamband".
Kjartan Eggertsson, 29.10.2008 kl. 15:01
Axel. Ef þú last síðustu málsgreinina þrisvar og telur þig skilja inntak hennar en heldur engu að síður að bloggari sé að færa rök fyrir ríkjasambandi við Noreg þá ættir þú að slökkva á tölvunni og finna þér eitthvað annað að gera í stað þess að gera svona lítið úr sjálfum þér.
BS (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:49
Menn eru nú heldur betur komnir fram úr sér þegar farið er að tala um ríkjasamband við Noreg - og það helst af þeim sem vilja ekki að við séum aðilar að bandalagi fullvalda og sjálfstæðra Evrópuþjóða ESB.
Helgi Jóhann Hauksson, 29.10.2008 kl. 18:01
Merkilegt að einhverjum hafi tekist að túlka þetta sem einhverja Norðmannaast hjá mér.
Ætli boðskapurinn sé ekki frekar í þá átt að Norðmenn standi okkur framar með hjólreiðaáætlun sína og ef það sé eitthvað sem ég myndi vilja fá frá Noregi þá væri það hjólreiðaáætlun. Því ekki virðist hún vera í almennilegri mótun á Íslandi.
Þetta er meira að segja svo slæmt hérna á Íslandi að svokallaðir grænir flokkar eru bílahvetjandi á sama hátt og rauðir og bláir og kalla sig umhverfissina. Umhverfisvitund snýst ekki bara um Virkjanir og Álver. Gaman væri að sjá stjórnmálaflokk með það á stefnu að draga verulega úr bílaumferð með því að bjóða uppá aðra kosti til samgangna og hvetja til þeirra. Því miður þá þekkist það bara ekki hérna.Vilberg Helgason, 29.10.2008 kl. 21:00
Ert þú búinn að hjóla eitthvað í noregi, eða er þessi fróðleikur fenginn ír einhverjum tímaritum? Það er víst orðið hægt að hjóla nokkrar leiðir í osló án þess að leggja líf sitt og limi að veði. Þetta er aðallega í miðbænum. Synd að umferðarmenningin er eins og hún er, annars myndu kannski fleiri hjóla. Annars er noregur til háborinnar skammar hvað umhverfi og umhverfismál varðar, svíar eru ljósárum á undan þar. Kannski það sé betra að hjóla þar? Fólk sem er að viðra dýru hjólin síní noregi, hjólar á sveitavegunum. Þeim sjálfum til mikilla vinsælda. Og oft er ég að velta fyrir mér hvort tryggingafélögin séu með einhverja tilraunastarfsemi, þegar ég keyri frammá það. Ég held nú samt helst að þú sért að rugla saman Danmörku og noregi. Það eru nefnilega til hjólreiðastígar í DK!
Annars er gott mál að hjóla, góð hreyfing og maður er tiltölulega snöggur milli staða. Mér finnst að þú ættir að bjóða þig fram og vinna betur í þessum málum. Það vantar alltaf nýtt fólk í pólitíkina!
Hjalti Árnason, 29.10.2008 kl. 22:14
Sæll Hjalti,
Nei ég hef aldrei hjólað í Noregi. Það eina sem ég hef um Noreg eru hjólreiðaáætlunin og hvað þeir segjast hafa áorkað af henni og hver framtíðarmarkmið eru. Það kom sama skoðun og þú hefur hjá Jóhanni hér að ofan þannig að ætli ég verði ekki að draga eitthvað í land með hversu vel Norðmenn eru að standa sig. En á blaði koma þeir vel fyrir.
Vilberg Helgason, 29.10.2008 kl. 22:43
Ég bjó í úthverfi vestan við miðborg Osloar á árunum 1991-1004. Ég fór allt sem ég þurfti á hjóli og það voru töluvert betri aðstæður til að ferðast á hjóli þar en til dæmis í Reykjavík og á Akureyri. í Noregi eru allir stígar merktir, þannig að ég gat ferðast um svæði sem ég hafði aldrei komið á áður án þess að eiga erfitt með að rata. Síðan þá hafa þeir bætt um betur í gerð hjólreiðastíga. Ég hef séð malbikaða stíga meðfram þjóðvegum þar. Á stór Reykjavíkur svæðinu hefur það kostað mikla fyrirhöfn að finna leiðir milli staða því að ég hef ekki fundið eitt einasta skilti sem segir hvert leiðirnar liggja. Nokkuð sem ég held að sé sér-íslenskt.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 07:31
Það er eitt slíkt skilti í Kópavogi :)
Róbert Þórhallsson, 10.11.2008 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.