Reiðhjólaþjófur tapar í hæstarétti

Frétt á visir.is

Reiðhjólaþjófur tapar í hæstarétti

Hæstiréttur Hollands hefur hafnað áfrýjun reiðhjólaþjófs sem stal ólæstu hjóli sem lögreglan í Deventer fylgdist með í kjölfar þjófnaðarhrinu við brautarstöð borgarinnar. Hinn seki var dæmdur í 22 daga fangelsi.

Þjófurinn vildi meina að lögreglan hafi beitt tálbeitu og leitt sig í gildru en hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hið ólæsta hjól hafi ekki verið lagt út sem beita sérstaklega fyrir viðkomandi þjóf og því hafi hann ekki verið þvingaður til að gera neitt og ályktaði að hann hafi verið að leita sér að hjóli til að stela þegar hann datt niður á ólæsta hjólið sem lögreglan vaktaði.

Merkilegt að í Hollandi, Danmörku og öðrum hjólreiðaþjóðum eru reiðhjólaþjófnaðir taldir til glæpa. Á Íslandi er því miður ekki sama sagan í gangi. Ég reyndi að leita í dómasafni að dómi þar sem einhver hefði verið dæmdur fyrir þjófnað á reiðhjóli og fann engan. Fann reyndar einn en þá var viðkomandi tekinn fullur á hjólinu sem er brot á umferðarlögum, sá fékk 30 daga skilorð og 23.000 kr sekt og var með sakaskrá og fengelsisdóm á bakinu.

Hundruðum hjóla er stolið á Íslandi á hverju ári og mörg hver finnast aftur. Samt er engin fundinn sekur fyrir þessa glæpi. Hjól geta verið frá 5.000 - 500.000 kr virði sem stolið er og á sama tíma og búðarhnupl fátæklinga er litið alvarlegum augum og menn dæmdir vinstri hægri virðist sem reiðhjólaþjófnaður er ekki talinn rannsóknarvert, hvað þá dómavert athæfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki hvernig eitt tiltekið reiðhjólaþjófnaðarmál endaði á Sauðárkróki fyrir nokkrum áratugum.  Hjóli var stolið og þjófnaðurinn tilkynntur til lögreglu.  Mig minnir að það hafi verið tveimur dögum síðar sem eigandi hjólsins horfði á beina sjónvarpsútsendingu frá kosningasjónvarpi. 

  Fréttamaður stóð fyrir framan félagsheimilið Bifröst og fór með tölur.  Fyrir aftan hann sást drengur á reiðhjóli.  Eigandi hjólsins þekkti þarna stolna hjólið.  Hann hringdi í lögregluna og lét vita.  Lögreglustöðin var og er í næsta húsi við hlið Bifrastar.  Þjófurinn var handtekinn í beinni útsendingu. 

Jens Guð, 28.10.2008 kl. 19:35

2 identicon

Já  svona er hlægilegt.   Ísland er hlægilegt

Brúnkolla (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:31

3 identicon

Því miður virðast viðurlög við afbrotum hér á landi fara mest eftir því hver verður fyrir brotinu. Ef þú stelur 5000 kr. af mér, er ekki víst að þú fáir dóm, þó ég kæri en ef þú stelur sömu upphæð frá banka eða bónus, þá færð þú örugglega dóm. Ég hef misst tvö hjól í hendur á þjófum. Í báðum tilfellum voru þau læst. Mér finnst sjálfsagt að beita öllum brögðum til að stöðva þjófa. Til dæmis nota tálbeitur. Það mun örugglega minnka þessa glæpi.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband