Verkalýðsfélögin geta stuðlað að bættri heilsu og heilnæmari samgöngum

Nú er svo komið að ef fólki langar að stunda hreyfingu og styrkja sig þá getur það sótt um styrk til stéttafélagsins síns og fengið að einhverju eða öllu leiti greitt niður kort í líkamsræktarstöðvum.

Þetta er svosem hið besta mál og frábært að fólk eigi þennan kost. En því miður eru þessir styrkir bara bundnir við "fullgildar" líkamsræktarstöðvar og eitthvað minna um að fólk geti fengið niðurgreiðslu á annarri hreyfingu.

I því árferði sem nú er myndi ég vilja sjá stéttafélögin bjóðast til að greiða fyrir nagladekk á reiðhjól svo fólk geti sparað pening í eldsneyti, fengið næga hreyfingu og fengið þann innri frið sem fylgir því að hjóla.

Núna þegar snjór og hálka er komin úti þá er mikilvægt að vera með nagladekk á hjólinu og þá sérstaklega að framan, það gæti dugað að vera með grófmynstruð dekk af aftan sem eru ekki með of miklu lofti í. Kostnaður við að fá sér nagladekk er líklega um 15.000 kr að framan og aftan ef keypt eru ný dekk en eitthvað minni ef einhver hefur fyrir því að óska eftir notuðum dekkjum. 

Þetta er startkostnaður sem sumir sem sett hafa sig í samband við mig í gegnum bloggið mitt setja fyrir sig. En þessu fólki langar að hjóla, er byrjað að hjóla en á meðan öll lán og kostnaður við heimilið hækka væri þá ekki ráð fyrir stéttafélögin að bjóða þessu fólki að nota líkamsræktarstyrkinn til dekkjakaupa.

Það væri kannski ekki úr vegi að fólk væri bara nógu duglegt að hafa samband við félögin sín og athuga hvort hægt sé að gera eitthvað í þessu.

Smá viðbót:

Fékk póst frá einum sem var að lesa pistilinn minn sem benti á að Penninn hefði boðið uppá líkamsræktarstyrki fyrir starfsmenn sína og þá hefði meðal annars verið hægt að nota til að kaupa sér hjól, hjólabúnað eða hvað sem  tengist almennri líkamsrækt. Penninn fær hrós fyrir það, vonandi að fleiri fyrirtæki séu að bjóða svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Alveg sammál þér kæri Vilberg.

Anna Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband