Æji ég er einn af þessum sem fékk fjölmiðlaviðbjóð af krepputali á sínum tíma. Þá bæði af því leiti að skrifa og lesa og þá eflaust aðallega af því að lesa.
En Frsem á því ég nennti seinast að blogga hef ég samt fengið tugi lesenda á dag á steindautt bloggið mitt sem þýðir eflaust að röflið mitt fer aldrei út fyrir hjólreiðar og almenningssamgöngur nær til einhverra. Ég nefnilega fattaði það þegar kreppan small á að ég hætti að lesa nokkurn skapaðan hlut annað en "kreppurfréttir" og fór að sleppa mínum daglegu blog rúntum.
En svo við snúum okkur að því sem skiptir máli. A: nagladekk undir reiðhjól hafa hækkað um næstum 100% frá því í fyrra. Og svo náttúrulega fæst ekki gjaldeyrir í landið til að flytja það inn af nagladekkjum sem þarf. Persónulega hef ég alltaf átt 2 sett aukalega af nagladekkum svona just in case eins og maður segjir en ég seldi þau um daginn á 16 þú parið bæði. En í dag kosta mun ódýrari týpur 21.000. Kannski ég hefði átt að selja á 30 þú miðað við normal verðbil milli þessarra dekkja en er ekki mikilvægara fyrir mig að koma einhverjum á götuna yfir veturinn en krækja mér í smá aur í þessarri tíð.
Ég ætla allavega að koma því til þeirra sem ekki hafa getað orðið sér útum nagladekk en ætla að hjól samt í vetur að vera með lint í dekkjunum og vera á grófmunstruðu. Það dugði mér í mörg ár áður en ég vissi að nagladekk væru til ;I). Svo er náttúrulega gömlu ráðin eins og að vefna grófu snæri utan um dekkin eða að hella lími og setja í sand... Þetta seinna er reyndar skammvinnt en virkar svona 3 ferðir.
Mottóið er allavega, allir út að hjóla því tryggingar, bensín, bifreiðagjöld og fleira eru ekki þess virði lengur
Athugasemdir
velkominn aftur félagi.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 09:28
Ég er svo heppin að eiga nagladekk, þarf bara að taka mig saman til að setja þau á hjólið - finn að ég þarf á því að halda á næstunni
Anna Karlsdóttir, 1.12.2008 kl. 00:33
Ég hélt þú værir bara hættur,varð að kvitta fyrir mig og takk fyrir góða síðu ég bý í Bandaríkjunum og hjóla til vinnu allan ársins hring nema þegar snjó festir á götur mér sýnist það ekki vera afsökun lengur,var að segja félaga mínum sem á hjólabúð hér hvort hann ætti ekki að fara að panta inn nagladekk honum fannst það frekar fyndið ,hélt hann gæti nú varla selt mikið að því
Orri Finn (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 04:53
Hæ Vilberg. Gott að sja nokkrar línur frá þér. hef sjálfur verið slappur að blogga undanfarið. Orkan hefur farið í Facebook og póstlistar, innlendir og erlendir, ymsir fundir um ymis málefni, svo sem á vegum Umferðarrraðs , já og svo bæði umræðu- og mótmælafundir vegna "Klúðursins".
En varðandi spurningu Guðjóns, þá eu menn að auglýsa hjóladót á spjallsiðum fjallahjólaklúbbsins, og líka hja HFR. ( ifhk.is , hfr.is )
Morten Lange, 1.12.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.