Hagnýt og lýsandi jólagjöf

Það er margt sem hægt er að gefa í jólagjöf í ár, samt eitthvað færra en í fyrra því öll nýju "dótin" sem maður er að sjá auglýst á erlendum vefsíðum og sjónvarsstöðvum virðast ekki vera að skila sér til íslands á sama hátt og áður. Enda gjaldeyrir af skornum skammti og svo virðist ætla að verða áfram.

En það er eitt sem fólk gæti gefið sínu fólki sem er kannski ekki svo vitlaust að gefa og kostar ekki mikið. Það er að gefa ljósabúnað á reiðhjól. Mörgum langar að hjóla en setja fyrir sig ýmsa hluti eins og nagladekk, fatnað og að það á engin ljós.

Nagladekk hefur aðeins þurft örfáa daga á þessu ári í Reykjavík en nokkra á Akureyri, veit ekki um önnur sveitafélög. En bara það að yfir 80 - 90% daga af þessum vetri hefur verið hægt að hjóla án nagladekkja er næg ástæða til þess að láta ekki veturinn stöðva sig að hjóla og öðlast betri heilsu og spara smá pening.

Það sama má segja um fatnað því allur útivistarfatnaður er nógu góður til að hjóla í honum. Það þarf ekki aðsniðinn háglans spandex galla til að vera boðlegur á reiðhjóli. Heldur er fatnaður bara fatnaður og því engin ástæða til að láta það stoppa sig. Aðallega þarf að passa putta og tær því hjólreiðamanni verður helst kalt á þeim stöðum.

En með ljós og endurskin þá er það yfirleitt aðalvandamálið því ljósabúnaður er mjög mikilvægur á reiðhjólið og smá blikk að aftan og framan hefur margfallt meiri áhrif en endurskinsljós. Svona búnaður kostar ekki mikinn pening og eflaust hægt að sleppa með 2000 kr plús á bæði ljós ef verslað er í Tiger eða öðrum ódýrum verslunum. Svo er náttúrulega hægt að fara með þetta uppí mun meiri upphæðir ef maður hefur áhuga á.

En að gefa ljósabúnað á reiðhjól í jólagjöf gefur fólki möguleika á að hjóla allan ársins hring nánast með öryggið að leiðarljósi.

Gerum öll reiðhjól að jólahjólum þetta árið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér með ljósabúnaðinn. Ég tek eftir allt of mörgum sem hjóla ljóslausir í skammdeginu?

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Undir jóla hjóla tré

er pakki

Undir jóla hjóla tré

er voðalega stór pakki

í silfurpappír

og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn

út í bæði.

Róbert Þórhallsson, 2.12.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband