Það eru nokkrar heimasíður sem hægt er að nálgast um hjólreiðar á Íslensku.
1. Hjólreiðafélag Reykjavíkur er helsta keppnis og æfingarfélag í hjólreiðum á Íslandi. Þarna inni má finna spjall þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir og fræðast um æfingatíma og þau mót sem eru í gangi hverju sinni.. Hjólreiðafélag Reykjavíkur er einnig á Facebook og finnst með leitinni "Hjólreiðafélag Reykjavíkur" Endilega að skrá sig þar inn www.hfr.is
2. Íslenski Fjallahjólaklúbburinn. Þarna er fín heimasíða þar sem fréttir og upplýsingar um ferðir og fundi félagsins eru kynntir auk þess sem ágætis spjallsíða er í gangi. www.ifhk.is
3. Það er nýbúið að opna nýja spjallsíðu sem tekur á flestum þáttum hjólreiða, svosem BMX, fjallabrun og í raun allt sem hægt er að tengja við hjólreiðar. www.newbikesite.co.nr
4. Landssamtök Hjólreiðamanna er baráttufélag hjólreiðamanna á Íslandi og heldur úti fínni heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um helstu baráttumál þeirra og ábendingar á hvernig önnur lönd eru að gera þetta. www.lhm.is
5. Hjólamenn. Hjólamenn eru keppnisfélag í sama anda og Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Þeir handa úti heimasíðu og hægt er að komast á spjall hjá þeim og þeir skella inn skemmtilegum greinum við og við. www.hjolamenn.is
6. Voffarnir eru hópur stráka sem stunda fjallabrun og hafa unnið vel að uppbyggingu brautar í heiðmörk. Skemmtilegt spjallkerfi hjá þeim og hægt að horfa á nokkur skemmtileg video. www.voffi.org
Það verður náttúrulega að taka tillit til þess að það er vetur og því hjólreiðaumræða í lágmarki miðað við að sumri til en samt allt vefur sem eru í gangi allt árið og með reglulegri endurnýjun. Mæli með að áhugamenn um hjólreiðar taki rúntin um þessar síður.
Athugasemdir
Sé að þú hefur fundið síðuna mína :) Langaði bara að þakka fyrir að henda henni inn á listann þinn, síðan er jú einmitt alveg glæný og er alltaf að bæta sig, allt að gerast á henni, enda hátt í 150 notendur :)
En takk aftur fyrir þetta :)
Ingvar Ómarsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 04:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.