Persónulega versla ég alltaf flugelda af flugbjörgunarsveitinni um áramótin. Fyrir því eru nokkrar góðar ástæður. Eflaust er sú stærsta að ég eða einhver sem ég þekki mun þurfa á þjónustu þeirra að halda.
Það hefur ekki ennþá þurft að bjarga hjólreiðanni af hálendinu svo ég viti til en með auknum hjólreiðum til fjallaferða yfir sumartímann er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær einhver fótbrotnar, ofkólnar eða eitthvað af þessum klassísku hlutum sem geta komið óvænt uppá í óbyggðum. Þá er eins gott að flugbjörgunarsveitir séu vel búnar og til taks...
Það er náttúrulega þannig að allt kostar peninga og aukinn rekstrarkostnaður sveitanna er fyrirsjáanlegur með fallandi gengi og hækkandi eldseytisverði. Þeir eru reyndar það heppnir að launakostnaður er lítill sem enginn sem sýnir hversu óeigingjarn starf þessi menn vinna og því nauðsynlegt að standa vel við bakið á þeim.
Þar sem einokun er því miður ekki lengur leyfileg í þessu samfélagi er það skylda okkar sem þegna og hjólreiðamanna að styrkja þá í þessarri mikilvægustu fjáröflun þeirra.
Ég ætla að versla við Flugbjörgunarsveitirnar og vonandi þú líka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 30.12.2008 | 21:01 | Facebook
Athugasemdir
Styð þetta 300%
Steini Thorst, 30.12.2008 kl. 21:11
Sorgleg athugasemd frá afriti af Kristni H. Þar sem þetta var einhver að búa til falsað blogg.....
Vinsamlegast sýnum smá þroska og virðum persónu hvers annars
Vilberg Helgason, 30.12.2008 kl. 23:17
Hjartanlega sammála. Styðjum björgunarsveitirnar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.12.2008 kl. 23:28
Styð þetta 100% Vilberg. Það er hreinlega lífsnauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að Björgunarsveitirnar séu til taks. Við vitum aldrei hvenær næstu náttúruhamfarir ríða yfir og þá er starf þessarra sveita hreint ómetanlegt.
Varðandi athugasemdina frá Kristni þá getur þú sem eigandi þessa bloggs fjarlægt hana. En þú ættir í raun að setja þig í samband við stjórnendur bloggsins og hreinlega "kæra" þetta.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 00:34
Sammála 100% og gleðilegt nýtt hjólreiðaár!
Himmalingur, 31.12.2008 kl. 13:21
Hér verður skotið upp einum fjölskyldupakka. Sem var að sjálfsögðu keyptur af björgunarsveitinni. Við kaupum svo iðulega annan fyrir þrettándann. Ég hefði líka viljað "kaupa" hlut í flugeldasýningu sem yrði haldin af björgunarsveitinni, t.d. við hverfisbrennurnar á sama tíma og kveikt er í þeim. Umfang hennar myndi ráðast af frjálsum framlögum, það eru svo margir sem eru hræddir við flugelda, en vildu gjarnan sjá flotta sýningu. Hjá mér snýst þetta allt um börnin, þau eru iðulega farin að sofa löngu fyrir miðnætti og rumska ekki þó að nágrannarnir séu að sprengja langt fram á nótt. Við skjótum okkar fjölskyldupakka upp strax eftir brennuna.
Gleðilegt ár Vilberg og takk fyrir þitt skemmtilega og fræðandi blogg.
Hjóla-Hrönn, 31.12.2008 kl. 14:15
Jamm - allir að styðja þá.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 31.12.2008 kl. 15:05
Sammála. Verslum hjá björgunarsveitunum. Gleðilegt hjólaár!
Hagbarður, 31.12.2008 kl. 16:04
Af hverju viltu einskorða þig við Flugbjörgunarsveitirnar? Af hverju má ekki setja allar björgunarsveitir landsins undir sama hatt, þ.e. Landsbjörg?
Gunnar Kr., 31.12.2008 kl. 16:13
Ef ég væri ekki algjörlega á móti þessari flugeldabrjálæði þá myndi ég styðja auðvitað björgunarsveitanna. En ég kaupi ekki flugeldar, gef miklu frekar samsvarandi peningar til góðgerðarmála. Björgunarsveitar ættu að taka upp gjöld þegar þeir bjarga illa búna bjálfa sem hlustuðu ekki einu sinni á veðurspá áður að þeir leggja upp á hálendið. Svona er það víðar í útlöndum.
Gleðilegt ár
Úrsúla Jünemann, 31.12.2008 kl. 16:17
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla !
Mér þykir sjálfsagt að versla við björgunarsveitir ef maður á annað borð verslar flugeldar. Í fyrra sendi ég kveðju í gegnum vef Landsbjargar og borgaði valfrjálsa upphæð að mig minnir. Svipað og ég hefði eytt í flugeldar, en gerði væntanlega meiri gagn og minni skaði :-)
Eitt sem hefur truflað mér í svoleiðis hugleiðingum í ár, er að Landsbjörg hefur síðan sérstaklega lagt áherslu á það gagnvart Samgönguráðuneyti að þeir vilja sjá hjálmaþvingun á alla hjólreiðamenn. Sumir í stjórn LHM (Landssamtök hjólreiðamanna) hafa ítrekað reynt að fá þá til að útskýra hvers vegna, hvaða skýrslur þeim finnst vega svo miklu þyngra en vísindagögnin sem LHM og margir fleiri hafa lagt fram. Svörin hafa á tímum verið beint út sagt dónaleg en innihaldsrýrir að öðru leyti.
Legg til að fólk kíki á skemmtilegu myndbandi frá Danmörku ef það hefur áhuga : http://vimeo.com/1857813
Eða t.d. lesa :
Á netinu má finna svipaða niðurstöður frá ESB (DG Environment), European Conference of Transport Ministers, Velo-City 2007 (Málstofa um hjálma), í séráliti af hálfu Holland í WHO helmet manual osvfrv, og hjólreiðasamtök sem European Cyclists' Federation, CTC the national cycling org. En Landsbjörg hefur ekki einu sinni nennt að tala við hlutaðeigandi í málinu. Ef einhverjum þar snýst hugur erum við í LHM ávalt tilbúin í vitrænar samræður. Þangað til Landsbjörg sýni að þeir geta talað við hlutaðeigandi sem eru líka kunnáttumenn, getur vel verið að ég persónulega kjósi fremur að styðja önnur mikilvæg málefni. Ég gef sennilega meira en 20.000 árlega samtals, auk framlags í formi vinnu, virkni í umræðum oþh.
Morten Lange, 31.12.2008 kl. 18:05
Öh.. Ég verð að ítreka að ég sé ekki að segja öðrum að hætta að versla við björgunarsveitir. Bara að greina frá hvernig mér liður.
En að öðru (tengt aths Vilbergs í gær 23:17): Talsmaður neytenda hefur tekið sér til einmitt gagnvart mbl.is/ blog.is og fölsun á nöfnun á bloggi og fleira :
Morten Lange, 31.12.2008 kl. 18:16
Blessaður og gleðilegt árið ...
Ég versla alltaf við björgunnarsveitirnar og get ekki skilið og mun ekki skilja þá aðila sem velja að versla við einkaaðila eða íþróttafélög ... Þessir aðilar bjarga manni ekki þegar í harðbakka slær, svo eru íþróttafélögin líka ríkis- og sveitafélgastyrkt í botn.
Það gleður mig að strákurinn hafi ekki farið verr og vonandi verður hann með hjálm í framtíðinni. Það er ekkert vit í öðru. Það má vera að einhverjir þurfi að fá sannanir fyrir því að vera með hlífðarútbúnað, mér nægir mín eigin óhöpp til að vita að þetta margborgar sig.
Örvar Már (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:42
Rosalega er ég sammála þér Örvar með íþróttafélögin og einkaaðilana.....
Og sömuleiðis... gleðilegt árið og gott hjólreiðaár....
Verðum kannski að taka einn hjólatúr saman á nýju ári
Vilberg Helgason, 3.1.2009 kl. 19:52
Slysavarnafélagið Landsbjörg er landsfélag björgunarsveitanna, hjálparsveita skáta og flugbjörgunasveitanna.
Þess vegna segi ég að það eigi að versla við flugeldamarkaði björgunarsveitanna og væri æskilegt að allar félagseiningar slysavarnafélagsins landsbjargar auglístu með slagorðinnu flugeldamarkaðir björgunarsveitanna
Og allir að nota hjálm!
Gísli Einars. (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:47
Endurtek að ég styð björgunarsveitirnar og finnst þeir sinna þessa óeigingjarna starfi mjög vel. Það er sjálfsagt að styðja þá ef maður verslar flugelda.
Örvar Már og Gísli : Það er nokkuð visst að hjálmurinn bjargi í tilteknum tegundum af slysum á reiðhjóli, en ég var að tala um að Slysavarnafélagið Landsbjörg þrýsta á um skyldunotkun hjálma óháð því hvort maður sé að hjóla 100 metrar í búð, á fjölförnum vegi eða á sveitavegi án umferðar þar sem "ógjörningur" er að aka hraðar en 30. Og hingað til hafa þeir ekki einu sinni nennt að ræða málið við okkur sem eru málsvarar hjólreiða (sérstaklega til samgagna ), og hafa kynnt sér rökfærsluna og reynsluna úti heim mjög vel.
Þvert á móti þá hafa fulltrúar Landsbjargar verið dónalegir. Og Landsbjörg leggur ekki fram neinn rök. Þetta er als ekki einsdæmi meðal þeirra sem eru mjög harðir með hjálmaþvingun. Einn opinber aðili hefur nennt að biðja starfsmann um að kanna málið og hann komst að því að hjálmaþvingun mundi sennilega rýra lýðheilsu á Íslandi, skapa meira óheilsu en heilsu. Þar að auki er ósennilegt að löggan mundi veita því forgang að fylgja lögunum eftir. Og þetta hlustaði samgönguyfirvöld á. Hafið þið einhver rök að bæta við og mundi til dæmis sannfæra dómstól eða fagnefnd ? Hefur einhver ykkar nennt að kíkja á slóðirnar sem ég benti á ?
Annars ætla ég ekki að snúa umræðunni hér upp í einhverju öðru, heldur bara skýra frá mitt persónulega mat v. flugeldar núna um áramótin. :-)
Morten Lange, 4.1.2009 kl. 23:42
Það er margt vitlausara en það Villi ...
Morten, í mínum huga er þetta með hjálminn bara eins og með beltin í bíl... Maður bara spennir þau.
Veistu, fyrir mér er það bara svo eðlilegt að verja hausinn á mér að mér finnst fásinna að fara ekki með hjálm á hjólið. Þetta gerði maður líka þegar maður vann við uppskipun, jafnvel þó maður vissi að vörnin gegn fallandi kössum, svo ekki sé talað um gámum, væri sama sem engin. Það voru svo mörg skipti önnur sem hjálmurinn reddaði.
Ég og konan vorum að hjóla fyrir nokkrum árum erlendis, hún rann til á sporvagnsteinum, datt og skall með höfuðið í stuðara á bíl. Veistu, ég bíð ekki í hvernig það hefði farið hún hefði ekki verið með hjálm ... Ég veit það mæta vel að engir eru brautarteinarnir hér á landi en það er oft hált...
Þessir linkar sem þú bendir á fannst mér eftir að hafa litið yfir þá vera týpískt tuð sem maður heyrði einmitt á bryggjunni í unglingunum sem þóttust of töff til að vera með hjálm.
Svo er það bara þannig að engin vörn er 100% .... en ég vel frekar að hafa 70-90% vörn en enga. Þetta er náttúrlega bara mín skoðun ...
Örvar Már (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:01
Örvar : Hjólahjálmar hafa ekki sýnt sér að draga úr alvarlegum höfuðmeiðslum þegar notkun þeirra hefur verið gerð skylda með lögum. (NZ, AU, fylki í Kanada). Sum slys urðu eflaust minna alvarleg en önnur bættust við, sennilega því fólk tóku meira sénsa. Og það var það sem ég var að tala um : lögbundin þvingun á hjólreiðamönnum. Ekki hvort þeir geta varið hausnum að einhverju marki í sumum tilvikum. Hjálmar á bílstjóra eða fótgangandi geta eflaust minnkað alvarleika í sumum slysum líka. Þekki sjálfur einn sem fékk alvarlegt höfuðhögg í bíl, þrátt fyrir líknarbelgja. Af hverju er Landsbjörg þá ekki að mæla með þvingun á þá hópa líka ( án þess að tala við samtök notenda bíla og gangandi)? Skýringin er að hjólreiðamenn eru minnihlutahópur sem auðvelt er að ráðast á, og það sé komin einhver múgæsing um þetta með hjálma fyrir hjólreiðamenn. Ekki vegna þess að rökin séu sterkari. Það slasast mun fleiri á höfði í tröppum, eða í bílum eða gangandi en á hjóli.
Þetta með tuðið kýs ég að lita fram hjá. það fæst engin uppbyggileg umræða með þannig "rökum". En takk fyrir að kíkja á linkana og segja frá því að þér fannst lítið til þeirra koma.
Hjálm og hjálm ( harðskelja eða ekki, vörn gegn fallandi hluti eða gegn árekstrum) er tvennt ólíkt, og sömuleiðis bílbelti og hjálm. "Maður bara spennur þá" segir þú. Þannig var ég líka þegar koma að hjálmanotkun, þangað til ég var neyddur til að fara að lesa mér til um efnið, og rökræða við sumum af helstu sérfræðinga heims um þessi mál. Það væri fróðlegt að fá rök byggða á vísindalegum grunni og slysatölfræði um hvers vegna lögbundin hjálmanotkun í bílum væri ekki jafn góð hugmynd eða betri en lögbundin hjálmanotkun á reiðhjólum. Bæði ökuþóra í bíla"íþróttum" og hjólreiðamenn í keppnum nota yfirleitt hjálma. Ökuþórar eru þar a auki oftast í samfestingum með brunahindrandi efnum. Hvenær dó hjólreiðamaður síðast í umferðinni á Íslandi ? 1997 (2 látnir það ár, en að meðaltali tæplega 0,3 á ári 1990-2007). Hversu margir ökumenn og farþegar hafa dáið síðan ? Hátt í tvö hundruð. Sá síðasti núna eftir áramót. Hversu stór hlutur umferðar gera hjólreiðar á Íslandi talið í fjöldi ferða ? Rúmlega 1 prósenta. Sennilega alt of varlega áætlað. Reiknað á fjöldi ferða, má því segja að hættulegri sé að vera á bíl en á reiðhjóli til samgangna á Íslandi. Og hættan af dauðaslysum sem stafar að hjólreiðamönnum er aðallega vegna bílstjóra sem ekki miða hraða við aðstæður. (Hjólreiðamenn og gangandi i umferðinni er staðreynd, hraði bíla má stilla af). Fyrir þessa ógn gegn hjólreiðamönnum vilja sumir leggja aukna skyldur á hjólreiðamenn og þannig rýra samkeppnisstöðu þessa holla og umhverfisvæna samgöngumáta, í stað þess að að þeir sem valda slysunum fái "athygli".
Nýlega virðist bresk þingnefnd hafa komist að svipuðum niðurstöðum varðandi heildarmynd umferðaröryggis og LHM og systursamtök þeirra, CTC, eins og fram kemur á vef CTC:
"MPs say slow down for cyclists"
Morten Lange, 5.1.2009 kl. 14:35
Veistu Morten ... ég held það hafi ekkert uppá sig að rökræða þetta við þig.
Ég veit af eigin skinni að hjálmar bjarga, það er mér nóg. Eins og ég sagði, ég þarf ekki vísindalega sönnun á því. Frekar 70-90% vörn en enga.
Gangi þér vel í baráttunni gegn hjálmunum.
Örvar Már (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.