Ár frá slysinu mínu

Í dag er ár síðan ég lenti í slysi. Ég var að hjóla fyrir neðan Grafarvogskirkju eftir stígunum á um 35 km hraða í hífandi roki og rigningu. Ég var með svona 900 lumen af ljósum á hjólinu mínu og á leið á æfingu hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur þegar ég lenti inn í snöru af rafmagnskapli sem kom útúr runna og var grafinn niður í báða enda og snarstoppaði hjólið mitt og henti mér á 35 km hraða framfyrir mig.

Í þessu slysi rofnuðu öll tengsl milli viðbeins, axlarbeins og herðarblaðs auk þess sem ég fékk sprungu í höfuðkúpuna þrátt fyrir að vera með hjálm. Sprungan kom í höfuðið á mér þar sem frauðið inní hjálminum kom við hausinn á mér. Ég get ekki ýmindað mér hvað hefði gerst fyrir mig hefði ég ekki verið með hjálm. Að sama skapi þakka ég alltaf fyrir að ég æfði Júdó í mörg ár og því þrautþjálfaður í að falla óvænt og náði því að vernda mig frá því að fá höggið á hálsinn.

Þrátt fyrir þetta hvarflar ekki að mér að hætta að hjóla enda fyrir löngu komnir mörg þúsund kílómetrar á hjóli. En þetta er eina skiptið sem ég hef dottið almennilega á hjóli. Enda aðstæðurnar óvæntar og íllfyrirsjáanlegar eða hreinlega ófyrirsjáanlegar.

En allavega vill  ég þakka hjálminum mínum lífgjöfina mína í þessu slysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Úff, þetta hefur verið alveg svakaleg lífsreynsla.  Engin spurning að hjálmurinn bjargar þegar maður kastast svona af hjólinu og lendir á höfðinu.  Ég hef líka dottið illa af hjóli, brákaði handlegg og braut hjálminn.  En ég hef lent í tveimur alvarlegum bílslysum og verið rúmliggjandi marga mánuði af þeirra sökum.  Ég hætti ekkert að hjóla ekkert frekar en ég hætti að fara upp í bíl.  En ég ek aldrei hraðar en á 80 km hraða, verandi með þetta karma fyrir slysum á bakinu.  NB ég var farþegi í öðru slysinu og það var keyrt aftan á mig í seinna slysinu.  Ég er hins vegar að verða smá hjóla-glanni eftir að hreystin fór að aukast

Hjóla-Hrönn, 3.1.2009 kl. 20:36

2 identicon

Það vantar mikið upp á að virðing sé borin fyrir hjólandi og gangandi umferð hérna. Stundum eru stígarnir lokaðir með gámum og vinnuvélum, sem eru látnar standa á stígunum þegar framkvæmdir eru í nágrenninu. Það er líka vinsælt að geima garðaúrgang á stígunum og einu sinni lá við slysi þegar ég hjólaði ofan í 3 metra djúpan skurð í myrkri. Slapp algjörlega óskrámaður og án skemmda á hjólinu.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Innilega til hamingju með að lifa þetta af og vera með hjálm. Þú ert greinilega afar lánsamur og getur svo sannarlega verið þakklátur.

Ég varð einu sinni vitni að því þegar strákur ca 10 ára endastakkst svona á hjólinu sínu á götunni við húsið mitt. Hjálmurinn, sem eyðilagðist við höggið, náði samt að bjargaði honum. Við skólaslitin skömmu síðar var krökkunum sýndur hjálmurinn og skrámunar á stráksa.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.1.2009 kl. 21:38

4 identicon

Já, skammdegið getur verið erfiður andstæðingur þeirra sem vilja vera aktífir allan ársins hring. Ég verð að viðurkenna að ég legg ekki alltaf í að gera meira en að ganga og skokka svona yfir veturinn, þótt ég njóti þess líka mjög að hjóla og línuskauta.

Þetta fór greinilega betur en á horfðist hjá þér, óska þér alls hins besta!

Eyjólfur (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 03:16

5 identicon

Var einu sinni að hjóla í Grafarvoginum, rétt hjá Olís bensínstöðinni. Ég ætla að fara yfir götuna og lít til vinstri  þar sem ég sé bíl vera að beygja inn á götuna við gatnamótin. Þar sem hann var langt í burtu var ég viss að hann næði mér ekki. En manngarmurinn þurfti endilega að botna bensíngjöfina og náði afturhjólinu hjá mér. Hjólið snérist í heilan hring en ég datt aldrei í götuna. Manngarmurinn kom út úr bílnum og reif bara kjaft. Mér var svo brugðið að ég kom varla upp orði og leiddi hjólið heim, en ég bjó þá í Veghúsum. En afturgjörðin var í vinkil. Það bauð sig reyndar einn bílstjóri fram og vildi meina að ég hefði verið í fullum rétti, en sótti það aldrei og keypti mér nýja gjörð og dekk á hjólið.

kveðja Rafn.

p. s nú á ég tvö hjól eitt á nagladekkjum og annað á sumardekkjum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 16:37

6 Smámynd: Morten Lange

Takk fyri að rifja þetta upp, Vilberg. Nennir þú líka að rifja upp hvernig Orkuveitan hefur svarað þér og hvar málið sé statt ?  Nú þá erspurning um hvort ekki þurfti að koma upp viðmið og leiðbeiningar, já jafnvel aðstoð við þá sem vilja kvarta við aðila sem gerir okkur hættulegt að ferðast um þessi samgöngumannvirki.

Morten Lange, 5.1.2009 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband